Hegðunar- og umgengnisreglur

Almennar hegðunar- og umgengnisreglur sem að gilda bæði innan vallar og utan:

  • Iðkendur og þjálfarar skulu ávallt koma fram af kurteisi og virðingu.
  • Klæðst skal snyrtilegum fatnaði
  • Iðkendum ber að fara eftir fyrirmælum þjálfara síns og vallarstjóra eins og þeim er framast unnt.
  • Iðkendum og þjálfara ber að sýna meðspilurum sínum og þeirra aðstoðarfólki / þjálfurum almenna kurteisi.
  • Iðkendur og þjálfarar skulu mæta stundvíslega á æfingar og nota tímann vel.
  • Iðkendur og þjálfarar skulu kappkosta við að ganga vel um alla aðstöðu golfklúbbsins, skála, skýli, æfingasvæðið og golfvöllinn sjálfan.
  • Kylfingum ber að setja torfusnepla í för og laga boltaför á flötum.
  • Kylfingum ber að halda eðlilegum leikhraða.
  • Ekki skal fara með golfpoka eða kerrur inn á flatir eða teiga.
  • Ef iðkendur eða þjálfarar verða uppvísir að því að brjóta þessar reglur eða aðrar sem eru í gildi í það skiptið hjá GSS mun unglingaráð/stjórn GSS fjalla um málið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband