Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Golfskólinn - skráning í fullum gangi

Skráning í golfskólann stendur nú yfir en hann byrjar miðvikudaginn 9.júní n.k. - Sjá meðfylgjandi skjal.

Gott væri því að fá staðfestingu sem allra fyrst.

Við tökum hins vegar forskot á sæluna um næstu helgi.

Örn Sölvi golfkennari ætlar að koma á föstudaginn 4. júní og vera með golfkennslu fyrir þau sem að verða í golfskólanum þetta sumarið.  Hefst kennslan kl.10 og verður fram eftir degi.

Sama verður upp mánudaginn 7.júní. Þá verður hann með golfkennslu frá kl. 10 og fram eftir degi.

Örn Sölvi verður einnig með einkakennslu þessa daga þ.e.4.-7. júní .

Endilega sendið inn skráningu sem allra fyrst.

Skráningar og frekari upplýsingar veitir Hjörtur Geirmundsson í síma 8217041 eða hjortur@fjolnet.is

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Golfæfing fellur niður sunnudaginn 30.maí - fjáröflun

Golfæfingin á sunnudaginn fellur niður sunnudaginn 30.maí vegna fjáröflunar unglingaráðs GSS.

Við ætlum að vera með kleinusölu, krakkarnir ganga í haus og selja nýsteiktar kleinur eftir hádegið á sunnudaginn 30.maí.

Vinsamlega takið vel á móti sölufólki okkar.

 


Golfskólinn - golfkennsla

Golfskóli Golfklúbbs Sauðárkróks hefst miðvikudaginn 9.júní n.k. og verður starfræktur mánudaga til fimmtudaga í sumar.  Milli kl.10 og 12 verður golfskólinn fyrir 7 – 10 ára  ( árgangar 2000-2003 ).Eldri árgangar verða síðan á milli kl. 10 og 15.  Örn Sölvi Halldórsson mun verða við golfkennslu hjá golfklúbbnum í sumar og fyrsta heimsókn hans við kennslu verður 4.-7.júní n.k.  Boðið verður upp á nýliðanámskeið á þessum tíma og einnig upp á einkakennslu. Örn Sölvi og Árni Jónsson munu síðan hafa umsjón með unglingastarfi klúbbsins.Skráning í golfskólann og golfkennsluna er hjá Hirti Geirmundssyni – hjortur@fjolnet.is eða í síma 8217041. Hann veitir einnig frekari upplýsingar

Golfæfing sunnudaginn 23.maí

Golfæfing verður á æfingasvæðinu sunnudaginn 23.maí kl. 13.00

Svo er völlurinn í fínu ástandi og viljum við hvetja alla unglinga að skella sér á völlinn um helgina


Golfæfing í dag 16.maí

Minni á golfæfinguna í dag sunnudaginn 16.júní kl.13 á æfingasvæðinu.

---

Það var hörkuhópur sem að mætti á æfinguna áðan - frekar kalt - norðan fræsingur og 4° hiti !!!!

Slegið var grimmt og í lok æfingar var farið í vippkeppni.

Jónas Már rúllaði henni upp með 40 stig, Viðar varð í öðru sæti með 20 stig og síðan í 3.-4. sæti urðu Sighvatur Rúnar og Arnar Geir með 10 stig.

 

 


Golfæfing næsta sunnudag

Við viljum minna á að það verður golfæfing n.k. sunnudag 9.maí og hefst hún kl.13.

Endilega látið þetta berast og mætið sem flest Smile


Vinnuskólinn á golfvellinum í sumar

Vinnuskólinn býður upp á það sem valmöguleika að vinna á golfvellinum í sumar.

Í rafrænni umsókn er hægt að haka við það.  Hins vegar virðist sem að það sé ekki hægt hjá unglingum sem að fæddir eru árið 1997.  Við viljum því benda þeim sem að ekki geta hakað við þetta á umsókninni en vilja samt nýta þennan möguleika að skrifa það í athugasemd á umsóknina.


Fyrsta útiæfingin á þessu ári

Flottur hópurFyrsta útiæfingin hjá unglingunum var í dag 2.maí á æfingasvæðinu á Hlíðarenda. Ágætis mæting var en þó er klárlega pláss fyrir miklu fleiri.  Ákveðið er að vera með æfingar í maí á sunnudögum kl.13 í maí á æfingasvæðinu okkar. Við viljum benda öllum á að láta þetta berast til allra áhugasamra.

Nokkrar myndir af flottum sveiflum er að finna á myndasíðunni okkar.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband