Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Útiæfing

Fyrsta formlega útiæfingin verður haldin á æfingasvæðinu á Hlíðarendavelli sunnudaginn 1. maí og hefst kl.13:00. Við hvetjum alla sem tök hafa á að mæta og fara nú að setja sig í gírinn fyrir golfsumarið sem er handan við hornið.  Endilega látið þetta berast.


Norðurlandsúrval

Golfkennararnir Ólafur Gylfason og Heiðar Davíð Bragason hafa í samstarfi við GSÍ valið 30 manna hóp til sérstakra æfinga og skoðunar. Til hliðsjónar var árangur í Norðurlandsmótaröðinni s.l. sumar.  6 voru valdir frá Golfklúbbi Sauðárkróks en það eru þær Aldís Ósk Unnarsdóttir, Sigríður Eygló Unnarsdóttir, Ingví Þór Óskarsson, Þröstur Kárason, Arnar Geir Hjartarson og Elvar Ingi Hjartarson. Þessi hópur getur hins vegar tekið breytingum eftir sumarið.  Það voru rúmlega 20 sem að mættu s.l. föstudag ( þann langa ) æi Bogann á Akureyri kl.12. Þar var farið yfir stutt og löng vipphögg og allur árangur skráður niður. Upp úr kl.14 færði síðan hópurinn sig yfir í glæsilega inniaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar sem er í kjallara íþróttahallarinnar við Þórunnarstræti.  Þar voru pútt-og vippæfingar ásamt því að Heiðar Davíð var með mjög góðarn fyrirlestur um markmiðasetningu og fleira sem að afrekskylfingar þurfa að huga að til að verða betri kylfingar. Árangur allra keppenda var skráður niður og verður unnið úr honum í framhaldinu.  Þessu lauk síðan um kl.17.30. Áætlað er síðan að hópurinn verði kallaður saman á ný í september mánuði.  Það er því mjög mikilvægt að fara að taka til óspilltra málanna með æfingar til að komast í þennan hóp eða að halda sér í honum. Ber að þakka þeim Óla Gylfa, Heiðari Davíð og Árna Jónssyni fyrir framtakið, en Árni lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og veitti okkar kylfingum góð ráð eins og endranær. Á myndasíðunni koma nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband