Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Bændaglíma á Skagaströnd

Hópurinn tilbúinn

Sunnudaginn 18. september fór hópur unglinga og foreldra á Skagaströnd þar sem að spiluð var bændaglíma. Skipt var í tvö lið og spilaður 9 holu höggleikur. Lognið kom úr suðrinu og fór frekar hratt yfir og gerði sumum kylfingum erfitt fyrir. Völlurinn var hins vegar í flottu standi og skemmtilegur að venju og allir skemmtu sér hið besta.

Bændur að þessu sinni voru þeir Arnar Geir og Þröstur og drógu þeir sér lið.

Arnar fékk lið nr. 1 og Þröstur nr. 2 og voru þau þannig skipuð:

Lið 1:

Hlynur, Atli, Hákon Rabbi, Einar og Arnar

Lið 2:

Elvar, Jónas, Pálmi, Hjörtur, Kristján og Þröstur.

Eftir harða rimmu þá stóð lið 1 uppi sem sigurvegari.

Lið 1 = 308 högg

Lið 2 = 325 högg.

Að lokinni keppni var brunað aftur á Krókinn í golfskálann þar sem að pizza var pöntuð og horft á bíómynd. Dagurinn var skemmtilegur og góður endir á góðu sumri.

 


Haustferð

Haustferðin okkar að þessu sinni verður n.k. sunnudag 18.september.Hópurinn tilbúinn á 1. teig

Við ætlum að skella okkur á Skagaströnd og spila 9 holur, framhaldið er síðan óráðið, fer allt eftir mætingu og stemmingu.

Mæting við golfskálann kl.10:00.

Mynding er frá síðustu ferð okkar á Skagaströnd 2009


Greifamótið á Akureyri

Þá er lokið síðasta mótinu í Norðurlandsmótaröðinni þetta árið en það var Greifamótið sem að haldið var á Akureyri sunnudaginn 4.september.  Að venju mætti þónokkur hópur frá Golfklúbbi Sauðárkróks og stóðu sig með ágætum. í lok móts var síðan tilkynnt um Norðurlandsmeistara og hægt er að sjá allar upplýsingar um að inni á nordugolf.blog.is.

Bestum árangri á þessu móti náðu þau Matthildur Kemp Guðnadóttir sem að sigraði í flokki 14 ára og yngri, Arnar Geir Hjartarson sem varð í 3.sæti í flokki 15-16 ára og Wiiliam Þór Eðvarsson sem að varð í 3. sæti í flokki 12 ára og yngri.  Þá hlaut Hákon Ingi Rafnsson nándarverðlaun í flokki 12 ára og yngri. Heildarniðurstöðu í öllum flokkum er hægt að sjá á www.golf.is.

Hægt er áð sjá nokkrar myndir frá mótinu hér á myndasíðunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband