Frestun á ferð til Skagstrandar
23.8.2009 | 18:22
Í ljósi þess að veðurspá fyrir morgundaginn er vægast sagt mjög slæm, rigning og 10 m/sek vindur þá höfum við ákveðið að fresta fyrirhugaðri ferð til Skagastrandar á morgun mánudag 24.ágúst.
Ætlum að skoða málið um þar næstu helgi eða daga 5-6 september og látum vita um það þegar nær dregur.
Við viljum því beina því til ykkar að æfa nú vel í vikunni og mæta galvösk á lokamótið í Norðurlandsmótaröðinni okkar á Akureyri n.k. sunnudag 30.ágúst. Mikilvægt er að þið skráið ykkur sem allra fyrst á www.golf.is eða sendið tölvupóst á petur@saudarkrokur.net eða hjortur@fjolnet.is. Nú skulum við fjölmenna á Akureyri.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag voru það kleinur...
23.8.2009 | 18:16
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þakkir
21.8.2009 | 21:50
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lokamótið á mótaröðinni nálgast - skráning hafin
20.8.2009 | 13:42
Nú styttist í síðasta mótið á mótaröðinni sem að verður haldið á Akureyri sunnudaginn 30.ágúst n.k.
Skráning er hafin á www.golf.is , en einnig er hægt að senda tölvupóst á petur@saudarkrokur.net eða hjortur@fjolnet.is .
Nú skella allir sér á Akureyri og spila á hinum glæsilega 18 holu golfvelli á Jaðri og safna sem flestum stigum. Endum sumarið með stæl og fjölmennum á Akureyri á lokamótið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skagaströnd - hér komum við !
20.8.2009 | 10:20
Við erum að hugsa um að fara með hópinn á Skagaströnd á mánudaginn 24.ágúst n.k. og spila þar 9 holur. Þetta er svona á byrjunarstigi en ef að veður verður hagstætt þá skellum við okkur.
Ætlum okkur að reyna að fara á einkabílum þannig að gott væri ef að einhverjir foreldrar kæmust með, ekki nauðsyn að allir foreldrar fari með, en að sjálfsögðu eru sem flestir velkomnir.
Þetta verður ákveðið endanlega á sunnudaginn en vinir okkar á Skagaströnd bjóða okkur öll velkomin og kannski spila einhverjir frá Skagaströnd með okkur líka.
Minni síðan á að verðum með kökubasar í Skagfirðingabúð á föstudaginn kl. 15.30 til styrktar unglingastarfinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggsíðan vinsæl
19.8.2009 | 13:21
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sveitakeppni stráka 16 ára og yngri 14.-16.ágúst á Kiðjabergi
17.8.2009 | 23:26
Eins og undanfarin ár þá sendi Golfklúbbur Sauðárkróks vaska sveit í sveitakeppni GSÍ í flokki 16 ára og yngri. Sveitina skipuðu þeir Ingvi Þór Óskarsson - reynsluboltinn í hópnum, Arnar Geir Hjartarson, Ingi Pétursson, Þröstur Kárason og Elvar Ingi Hjartarson. Keppnin var að þessu sinni haldin á hinum geysiskemmtilega en erfiða velli hjá Golfklúbbi Kiðjabergs. Hópurinn mætti til leiks á fimmtudaginn og þar var tekin æfingahringur, þar sem að völlurinn var skoðaður og tekinn út í blíðskaparveðri og sumir flögguðu hvítum buxum í tilefni dagsins. Að því loknu var haldið heim í Syðra-Langholt þar sem að hópurinn gisti eins og í fyrra. Að þessu sinni var hópurinn hins vegar öllu stærri og fengum við 2 bústaði til viðbótar við efri hæðina hjá Jóhannesi og Hrafnhildi.
Síðan rann föstudagurinn upp og alvaran byrjaði með rástíma kl.8. Strákarnir náðu sér ekki alveg á strik, en spilaður var 18 holu höggleikur þar sem að 4 spiluðu en 3 bestu töldu. Niðurstaðan var þessi:
Högg | |
Ingvi | 86 |
Arnar | 94 |
Þröstur | 100 |
Elvar | 103 |
Niðurstaðan eftir höggleikinn var 14 sæti af 16 sveitum og D riðill var því staðreynd. Það er hins vegar alveg ljóst að strákarnir áttu töluvert inni eins og þessar tölur sýna.
Svo rann laugardagurinn upp og fyrsti leikurinn var á móti GKJ-B ( Kjölur Mosfellsbæ )
Úrslitin urðu þessi:
Fjórmenningur: | |
Ingi og Þröstur | Tapaðist 7/5 |
Tvímenningur: | |
Arnar | Vann 7/5 |
Ingvi | Vann 5/4 |
Ingi og Þröstur náðu sér ekki á strik en Arnar og Ingvi spiluðu hins vegar mjög vel og lönduðu glæsilegum sigrum mjög örugglega eins og tölurnar sýna, líklegast voru þetta bestu leikir þeirra þar sem að andstæðingarnir voru mjög sterkir.
Seinni leikur dagsins var hins vegar á móti GR- B ( Golfklúbbur Reykjavíkur )
Úrslitin urðu þessi:
Fjórmenningur: | |
Elvar og Ingi | Tapaðist 9/7 |
Tvímenningur: | |
Arnar | Tapaði 2/1 |
Ingvi | Vann 7/5 |
Elvar og Ingi voru að spila ágætlega á köflum en þeirra andstæðingar voru að spila sinn draumahring eins og þeir orðuðu það sjálfir og var ekkert við þá ráðið. Arnar tapaði naumlega þar sem að hans andstæðingur setti niður fugl á 17. holu fyrir sigri en rétt áður hafðu Arnar rétt misst sitt pútt fyrir fugli á sömu holu. Ingvi spilaði hins vegar flottan leik og sigraði örugglega. Sveit GR-B var hins vegar mjög sterk þó að um B sveit væri að ræða.
Strákarnir spiluðu fínt golf þennan dag og með smá heppni í viðbót hefðum við getað landað sigri í þeim báðum.
Rigningin sem að við fengum hins vegar að kynnast þarna á laugardeginum var hins vegar eitthvað sem við hér á Króknum þekkjum ekki, hún stóð yfir í 4-5 klst samfellt - sannkallað úrfelli, enda var völlurinn orðinn ansi skrautlegur seinni partinn, tjarnir og lækir voru víða á vellinum og reglan um aðkomuvatn var besti vinur kylfingsins þessa klukkutímana.
Síðasti leikurinn í riðlinum var síðan á sunnudagsmorguninn og var spilað á móti GA ( Golfklúbbur Akureyrar ).
Þetta var hörkuviðureign enda þekkjast þessir strákar allir mjög vel eftir að hafa spilað saman á Norðurlandsmótaröðinni og Unglinglandsmótinu í sumar. Úrslitin urðu á þessa leið:
Fjórmenningur: | |
Elvar og Þröstur | Tapaðist 7/5 |
Tvímenningur: | |
Arnar | Tapaði 1/0 |
Ingvi | Tapaði á 21. holu |
Elvar og Þröstur lentu snemma undir og náðu sér aldrei almennilega á strik í sínum leik og Tumi og Óskar sigruðu þá örugglega. Arnar spilaði við Ævarr og var það hörkuviðureign þar sem að fáar holur féllu og þeir skiptust á að vinna á víxl. Púttin voru hins vegar ekki að detta hjá Arnari í þessum leik. Ævarr komst 1 holu yfir á 17.holu eftir að Arnar hafði jafnað við hann á 16.holu. Báðir spiluðu 18.holu á pari og þar með GA sigur. Háspennuleikur umferðarinnar var hins vegar á milli Ingva og Björns Auðuns þar sem þeir skiptust á að vinna holur, hafa báðir oft spilað betur en hörku holukeppni engu að síður. Þeir þurftu að leika 3 aukaholur til að ná niðurstöðu og þar hafði Björn Auðunn betur.
Þessi úrslit þýddu það að við spiluðum um 15 sætið í keppninni, en ef að við hefðum náð einum sigri í einhverjum að leikjunum þá hefðum við spilað um 11 sætið í keppninni, en svona er golfið. Ingvi fékk 15 mínútur í hvíld eftir þennan maraþonleik því að við tók leikurinn um 15. sætið á móti NK ( Nesklúbburinn í Reykjavík ). Okkar menn voru ekki sáttir við þessa niðurstöðu og mættu því grimmir á móti NK og úrslitin urðu:
Fjórmenningur: | |
Ingi og Þröstur | Vannst 3/2 |
Tvímenningur: | |
Arnar | Vann 6/5 |
Ingvi | Vann 9/8 |
Ingi og Þröstur sýndu fádæma keppnishörku eftir að hafa tapað fyrstu fjórum holunum og komu sterkir til baka eftir það en voru 2 undir eftir 9 holur. Þeir settu síðan allt á fullt og unnu næstu þrjár holur og eftir það var ekki litið til baka og kláruðu þetta af miklu öryggi. Þetta var klárlega besti leikur okkur í fjórmenningnum. Arnar og Ingvi voru líka í miklum ham og mjög grimmir eftir tapið um morguninn og ekkert grín að lenda í þeim í svona ham eins og úrslitin sýna.
Þessi síðasti leikur var mjög góður hjá okkar mönnum og sýndu það og sönnuðu að á góðum degi geta þeir svo sannarlega bitið frá sér. NK strákarnir ásamt fylgdarliði sýndu af sér góðan þokka og voru kurteisir og til fyrirmyndar í alla staði og ber að hrósa þeim sérstaklega fyrir það, en þessi lið spiluðu einnig saman í höggleiknum á föstudagsmorgninum.
Sveitin endaði því í 15 sæti en við eigum nú töluvert inni og spilararnir ungir. Þetta var hins vegar síðasta sveitakeppnin hans Ingva í þessum aldursflokki og verður erfitt að fylla hans skarð, en nú er lag fyrir aðra að stíga upp og koma sterkir til leiks næsta sumar.
Lærdómurinn af þessu er sá að strákarnir verða að spila svona fyrirkomulag meira og það er hreinlega spurning hvort að ekki eigi að koma á fót svona sveitakeppni hér Norðanlands til að strákarnir þjálfist enn frekar í þessu leikformi. Strákarnir stóðu sig hins vegar mjög vel og voru GSS til sóma bæði innan vallar sem utan. Þetta voru mjög skemmtilegir dagar sem að áttum þarna saman en það var töluverð þreyta í mannskapnum og leiðin á Krókinn var frekar löng á sunndagskvöldið :)Fjölmargir foreldrar fóru með í þessa ferð og ber að þakka þeim sérstaklega fyrir sinn hlut þessa helgina, bæði með akstri og eldamennsku, en allar sveitirnar gistu saman í Syðra - Langholti eins og áður segir. Jóhannes og Hrafnhildur buðu okkar síðan í kaffi með tilheyrandi meðlæti áður en að við yfirgáfum þau á sunnudagskvöldið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það og alla aðstoðina meðan á þessu stóð.
Íþróttir | Breytt 18.8.2009 kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sveitakeppni stráka 18 ára og yngri
17.8.2009 | 20:48
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sveitakeppni stúlkna 2009
17.8.2009 | 20:13
Flottasta sveitin í rauðu með Óla þjálfara
Markmiðið með að senda stelpnasveit var fyrst og fremst að með því fengju stelpurnar nauðsynlega reynslu og þær finndu að þær gætu keppt við þær bestu. Fyrirkomulagi keppninnar var breytt skömmu fyrir mót og sveitakeppni 16 ára og yngri í raun felld niður en yngri sveitirnar færðar upp í keppni 18 ára og yngri. Þetta þýddi að gríðarsterkar sveitir voru í hópnum og ljóst að sumir leikirnir yrðu mjög erfiðir. Keppnin var einnig færð frá Kiðjabergi að Flúðum, sem var örugglega mjög gott mál, því Kiðjabergið er langt frá því að vera auðvelt viðureignar.
Eftir æfingarhring á fimmtudegi hófst keppnin á föstudegi með höggleik þar sem Helga Pétursdóttir, Sigríður Eygló Unnarsdóttir, Elísabet Ásmundsdóttir og Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir kepptu. Helga átti mjög góðan hring, spilaði á 94 höggum. Fyrri níu holurnar spilaði Helga á 43 höggum sem er frábært, en hinar náðu sér ekki nægilega á strik. Elísabet spilaði á þó þokkalegan hring með 106 högg. Sigríður Eygló fékk tvær risasprengjur á hringnum og spilaði á 112 höggum, langt frá sínu besta og Hekla Kolbrún á 116 höggum og gat líka gert miklu betur. Niðurstaðan var því sú að GSS stelpurnar urðu neðstar í höggleiknum, en þrjú bestu skorin giltu.
Á föstudeginum hófst hin eiginlega keppni með leik við þá sveit, sem náði bestum árangri í höggleiknum A-sveit GR. GR stúlkurnar voru með gríðarsterkt lið, 17 og 18 ára gamlar stúlkur og með 1-5 í forgjöf, þannig að það var sigur hjá okkur að ná að jafna einhverjar holur og við vonuðumst til að vinna einhverjar.Helga Pétursdóttir lék við Sunnu Víðisdóttur. Sigríður Eygló keppti við Ólavíu Þórunni Kristinsdóttur og Elísabet og Aldís við Írisi Kötlu Guðmundsdóttur og Guðrúnu Pétursdóttur í fjórmenning. Stelpurnar léku miklu betur en fyrsta daginn. Aldís og Elísabet töpuðu 8/6. Sigríður 8/6 og Helga 7/6. Allar náðu þær að vinna holu og jafna nokkrar, þótt sigur GR stúlkna hafi að sjálfsögðu verið afar öruggur. GR stelpurnar voru sérstaklega skemmtilegar og kurteisar í keppninni og gaman fyrir GSS stelpur að hafa keppt við þær. Þetta lið varð öruggur Íslandsmeistari.Í annari umferð voru andstæðingarnir viðráðanlegri GK- B-sveit, en þó miklu sterkari en okkar stelpur. Nú kepptu Helga og Sigríður í tvímenningi og Hekla og Matthildur í fjórmenningi. Helga mætti mjög stekum andstæðingi en stóð sig eins og hetja samt. Spilaði geysivel en tapaði engu að síður 6/5 gegn Sögu Ísfold Arnarsdóttur. Hekla og Matthildur töpuðu 7/6 gegn sterkum andstæðingum einnig en best stóð sig Sigríður Eygó sem keppti við Hildi Rún Guðjónsdóttur. Hildur var á pappírunum sterkari en Sigríður og hörku barátta var í leiknum. Á 9 holu (þeirri 18. þar sem þær byrjuðu á 10 braut) var allt jafnt og hafði Hildur náð að jafna eftir að vera undir mestallan tímann. Hildur sló á undan. Hildur sló gott teighögg, dálítið yfir flöt um 15 metra frá holu, en Sigríður gerði gott betur, sló frábært högg sem lenti um meter frá holu. En það ótrúlega gerðist Hildur sullaði niður 15 metra pútti á ótrúlegan hátt og Sigríður jafnaði örugglega og því jafnt eftir 18 holur með tveimur fuglum á síðustu. Þær urðu því að fara í bráðabana og á fyrstu holu fékk Sigríður skolla en Hildur skramba og vann Sigríður því leikinn. Frábær sigur og góð spilamennska en Sigríður spilaði fyrri 9 holurnar á 49 höggum en þær seinni á 44.
Í þriðju umferð voru andstæðingarnir lið GKG, einnig sterkt lið með miklu lægri forgjöf en okkar stelpur. Enn kepptu Helga og Sigríður í tvímenningi og töpuðu báðar en spiluðu mun betur en við gerðum ráð fyrir, en þegar andstæðingurinn fær par eða eitthvað þaðan af betra er erfitt að eiga við þetta. Sigríður og Helga spiluðu líklega sitt besta golf, en það dugði ekki í þetta skipti. Það voru Matthildur og Elísabet sem börðust af mikilli hörku og einbeitingu en töpuðu naumlega á 18. holu eftir að hafa náð að jafna á þeirri 17. Þennan leik hefðu þær stöllur vel getað unnið en árangurinn samt frábær, ekki síst hjá Matthildi sem var yngsti keppandinn á mótinu og stóð sig með miklum sóma, auk þess að vera einstaklega góður liðsmaður, eiginlega maður mótsins.Niðurstaðan eftir riðlakeppnina var því sá að sveit GSS var í neðsta sæti, hafði tapað öllum leikjunum en tveimur með minnsta mun. Árangurinn var langt umfram það sem við höfðum ætlað í upphafi. Í síðustu umferð var leikið um sæti og mætti GSS C sveit Keilis og átti þar að vera meira jafnræði með liðunum en áður, þótt andstæðingarnir væru sterkari. Helga og Sigríður töpuðu þó sínum leikjum. Helga 5/4 og Sigríður 6/5. Hekla og Aldís kepptu hins vegar í fjórmenningi og háðu harða baráttu, þreyttar og slæptar en gáfu ekkert eftir og tryggðu sér sigur á 18. holu (þeirri 9 á vellinum), með því að fá öruggt par á brautina. Þær Aldís og Hekla fengu 4 pör á hringnum og spiluðu frábærlega.
Niðurstaðan varð því neðsta sætið en bæði foreldrar og stelpurnar sjálfar voru stoltar af árangrinum engu að síður. Þær sáu að þær gátu keppt á jafnræðisgrundvelli við jafnaldra sína og með góðum æfingum geta þær náð mjög langt á næstu árum, enda líklega næstyngsta liðið í mótinu, aðeins lið Dalvíkinga var yngra (lenti í 6. sæti, sem er frábær árangur). Liðið vakti líka mikla athygli og fengum við mikið hrós frá forsvarsmönnum GSÍ og öðrum klúbbum.Eftir er að geta þess að liðið allt gisti á Syðra-Langholti og voru í góðu yfirlæti, þótt þröngt hafi verið fyrir svo stóran hóp. Svona mót er gríðarlega erfitt. Stelpurnar þurftu að vakna klukkan 5:30 og 6:00 og voru búnar að vera þegar komið var heim um 8 leitið eftir að hafa labbað á annan tug kílómetra. En allir voru glaðir og þreyttir að móti loknu og stefnan er sett á þáttttöku að ári.
Finna má fjölda mynda úr keppninni í myndaskrám
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sveitakeppni - keppendur
12.8.2009 | 10:33
Stelpur 16 ára og yngri sem að keppa á Flúðum | |
Sigríður Eygló Unnarsdóttir | |
Aldís Ósk Unnarsdóttir | |
Helga Pétursdóttir | |
Elísabet Ásmundsdóttir | |
Hekla Sæmundsdóttir | |
Matthildur Kemp Guðnadóttir | |
Samtals verða 8 sveitir í þessum flokki | |
Strákar 18 ára og yngri sem að keppa á Flúðum | |
Brynjar Örn Guðmundsson | |
Oddur Valsson | |
Sigurður Ingvi Rögnvaldsson (GHD) | |
Örvar Samúelsson (GA) Samtals verða 7 sveitir í þessum flokki | |
Strákar 16 ára og yngri sem að keppa á Kiðjabergi |
Arnar Geir Hjartarson |
Elvar Ingi Hjartarson |
Ingi Pétursson |
Ingvi Þór Óskarsson |
Þröstur Kárason |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)