Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Norðurlandsmótaröðinni lokið þetta árið

Norðurlandsmeistarar 20124. og jafnframt síðasta mótið í  Norðurlandsmótaröð barna-og unglinga í golfi var haldið á Jaðarsvelii á Akureyri sunnudaginn 2. september s.l.  Jafnframt mótinu voru krýndir stigameistarar Norðurlands í hverjum aldursflokki. Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist einn Norðurlandsmeistara en það var Arnar Geir Hjartarson sem sigraði í flokki 17-18 ára.  Kylfingar frá Golfklúbbi Sauðárkróks stóðu sig einnig með ágætum á lokamótinu sjálfu.  Hákon Ingi Rafnsson varð í þriðja sæti í flokki 12 ára og yngri.  Í flokki 14 ára og yngri varð Matthildur Kemp Guðnadóttir í 2. sæti og Elvar Ingi Hjartarson í 3.sæti.  Arnar Geir Hjartarson varð síðan í 2.sæti í flokki 17-18 ára. Þá hlaut Matthildur aukaverðlaun í púttkeppni og Arnar Geir hlaut verðlaun fyrir að vera næstur holu á 18.braut. Heildarúrslit í mótinu er hægt að sjá á www.golf.is og niðurstöðu í heildarstigakeppni sumarsins er að finna á nordurgolf.blog.is.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband