Færsluflokkur: Íþróttir

Færum okkur yfir á www.gss.is

Núna færum við okkur yfir á heimasíðu golfklúbbsins www.gss.is.

Allar upplýsingar um starfið eru komnar þangað og þar verðum við í framtíðinni ásamt því að vera á facebook síðunni okkar https://www.facebook.com/groups/83070688850/

Beinn tengill á barna og unglingastarfið er www.gss.is/unglingastarf

En upplýsingar á þessari síðu fara svo sem ekki neitt enda við búin að safna ógrynni af myndum og skemmtilegu efni hérna inni.

Gleðilegt golfsumar.


Breyttir æfingatímar

Þarf aðeins að breyta æfingatíma í vikunni.

 

Miðvikudaginn 1.maí verður æfing fyrir eldri hóp kl.17:30-19:30

 

Æfingin fyrir yngri hópinn færist yfir á föstudaginn 3.maí og verður kl.17:00-18:00.

 

Sjáumst vonandi sem allra flest á þessum tíma.

 

Þau ykkar sem ekki hafa mætt ennþá á æfingu þetta vorið eruð einnig velkomin.


Opið hús, púttmót og kynning

Opið hús verður á "Flötinni" ( Borgarflöt 2) miðvikudaginn 24.apríl n.k. kl.20:00 - 22:00 .

Hægt verður að pútta 18 eða 36 holur eftir því sem mannskapurinn vill. Ekkert mótsgjald og engin verðlaun að þessu sinni.

Svo verður einnig kynning á golfherminum þar sem allir geta prófað.

Við viljum hvetja alla til að koma, félaga í klúbbnum jafnt sem aðra og eiga saman skemmtilega kvöldstund og hita sig upp fyrir sumarið.

Kaffi verður á könnunni.

 

Es.

Þeir sem vilja komast á póstlista Golfklúbbsins sendi póst á formadur@gss.is

 


Æfing og páskafrí

Það verður æfing hjá eldri hópnum á morgun miðvikudag  27.mars á sama tíma og venjulega.

Hins vegar verður ekki æfing á fimmtudag 28.mars  hjá yngri hópnum – þá er Skírdagur.

 

Æfingar verða síðan með reglubundnu sniði í næstu viku.


Golfæfingar að hefjast

Um síðustu helgi fékk Golfklúbbur Sauðárkróks  grasteppi og hefur það verið lagt á hluta inniaðstöðunnar á Borgarflöt 2.  Það er því komin mjög góð aðstaða til pútt og vippæfinga.

Við ætlum því að hefja æfingar núna í vikunni. Þannig að fyrstu æfingar eru 20. og 21. febrúar.

Til að byrja með ætlum við að vera með eina æfingu í viku og skipta hópnum eftir aldri.

Yngri hópurinn ( 11 ára og yngri – 5.bekkur og yngri ) verður á fimmtudögum kl. 17:30 – 18:30. Eldri hópurinn ( 12 ára og eldri – 6. Bekkur og eldri) verður á miðvikudögum kl.17:00-19:00.  Við skoðum svo hvernig mæting verður og hvort að breyta þarf fyrirkomulagi á þessum æfingum.  Við skoðum svo fjölgun á æfingum þegar nær dregur vori.

Verð fyrir þessar æfingar fram á vorið eru: fyrir yngri hóp 4.000,- og eldri hóp 6.000,- Svo stefnum við á að fá golfkennara einhverjar helgar til að vera með okkur og þá þarf að greiða kr.1.000,- aukalega fyrir að taka þátt í þeim æfingum.

Svo þurfið þið að hafa með ykkur íþróttaskó/inniskó því við förum ekki á útiskóm inn á grasteppið.

Muna líka eftir golfkylfum, en við komum til með að einbeita okkur að púttum og vippum til að byrja með.  Endilega bjóðið áhugasömum vinum með ykkur til að prófa þessa frábæru aðstöðu sem við erum búin að bíða svo lengi eftir.


Kynning á golfherminum

Sunnudaginn 3.febrúar n.k. ætlar barna-og unglinganefnd GSS að vera með kynningu á golfherminum sem settur var upp í desember á Borgarflöt 2.

Kynningin er sérstaklega ætluð fyrir ungu kynslóðina en um að gera að taka mömmu og pabba með sér og einnig vinina ef þeir hafa áhuga. Um að gera að hafa með sér þær kylfur sem þið viljið nota í herminum.

Kynningin stendur yfir á milli kl.16 og 19. Þá er líka tilvalið að kíkja á nýja húsnæðið þó það sé ekki alveg fullfrágengið ennþá.

Endilega fjölmennið og prófið þennan stórskemmtilega golfhermi.


Ungir og efnilegir golfarar

Í hófi sem Ungmennasamband Skagafjarðar -UMSS- hélt s.l. föstudag voru tilnefndir ungir og efnilegir IMG_8952íþróttamenn í öllum greinum íþrótta í Skagafirði. Golfklúbbur Sauðárkróks átti að sjálfsögðu fulltrúa þar. Það voru þau Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir og Elvar Ingi Hjartarson. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með útnefningar sínar.

Norðurlandsmótaröðinni lokið þetta árið

Norðurlandsmeistarar 20124. og jafnframt síðasta mótið í  Norðurlandsmótaröð barna-og unglinga í golfi var haldið á Jaðarsvelii á Akureyri sunnudaginn 2. september s.l.  Jafnframt mótinu voru krýndir stigameistarar Norðurlands í hverjum aldursflokki. Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist einn Norðurlandsmeistara en það var Arnar Geir Hjartarson sem sigraði í flokki 17-18 ára.  Kylfingar frá Golfklúbbi Sauðárkróks stóðu sig einnig með ágætum á lokamótinu sjálfu.  Hákon Ingi Rafnsson varð í þriðja sæti í flokki 12 ára og yngri.  Í flokki 14 ára og yngri varð Matthildur Kemp Guðnadóttir í 2. sæti og Elvar Ingi Hjartarson í 3.sæti.  Arnar Geir Hjartarson varð síðan í 2.sæti í flokki 17-18 ára. Þá hlaut Matthildur aukaverðlaun í púttkeppni og Arnar Geir hlaut verðlaun fyrir að vera næstur holu á 18.braut. Heildarúrslit í mótinu er hægt að sjá á www.golf.is og niðurstöðu í heildarstigakeppni sumarsins er að finna á nordurgolf.blog.is.

 

 


Lokamót Norðurlandsmótaraðarinnar

Lokamót Norðurlandsmótaraðarinnar verður haldið á Jaðarsvelli á Akureyri n.k. sunnudag 2. september. Skráning er á www.golf.is

Endilega fjölmenna á þetta mót.


Uppskeruhátíð 2012

Uppskeruhátíð 2012Golfklúbbur Sauðárkróks hélt uppskeruhátíð sína fyrir barna-og unglingastarf klúbbsins mánudaginn 20.ágúst s.l. í golfskálanum á Hlíðarendavelli í blíðskaparveðri 25° hiti og logn.  30 voru skráðir í golfskólann í sumar í lengri eða skemmri tíma. Þá voru einnig 8-12 krakkar í hverri viku sem tóku þátt í námskeiðum á vegum SumarTím sem fóru fram á golfvellinum milli 8 og 9:30 alla mánudaga til fimmtudaga. Flestir þeirra sem tóku þátt í golfskólanum í sumar mættu ásamt foreldrum sínum.  Að venju fengu allir viðurkenningar fyrir sumarið.  Farið var yfir helstu viðburði sumarsins og Thomas fór yfir starfið og golfkennsluna.  Síðan veitti Thomas sérstakar viðurkenningar fyrir sumarið.  Fyrir bestu ástundun nýliða hlaut Arnar Freyr Guðmundsson sérstaka viðurkenningu.  Fyrir bestu ástundun sumarsins hlaut Hákon Ingi Rafnsson sérstaka viðurkenningu.  Þá voru veittar viðurkenningar fyrir mestu framfarir í sumar en fjölmargir hafa lækkað forgjöf sína mikið í sumar.  Atli Freyr Rafnsson og Matthildur Kemp Guðnadóttir hlutu þessar viðurkenninigar.  Að endingu voru útnefndir bestu kylfingar sumarsins í golfskólanum.  Í flokki drengja hlaut Elvar Ingi Hjartarson þessa nafnbót en í flokki stúlkna var það Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir sem var útnefnd. Að lokum var haldin heljarinnar pizzuveisla fyrir allan hópinn. Segja má að sumarið hafi gengið mjög vel á golfvellinum og veðrið lék við okkur ólíkt því sem var í fyrra. Þó klúbburinn hafi verið með erlendan þjálfara þá kom það ekki að sök í samskiptum við krakkana þar sem það voru alltaf unglingar til staðar sem aðstoðuðu og miðluðu þekkingu til krakkana frá þjálfara ef á þurfti að halda.  Það er því von klúbbsins að allir hafi haft bæði gagn og gaman af sumrinu og komi tvíefld á næsta ári í golfskólann.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband