Færsluflokkur: Íþróttir

Æfing fellur niður í dag vegna snjóalaga!

Vorið frestaðist um nokkra daga og vegna snjóa á æfingasvæðinu fellur golfæfingin niður í dag.

Æfing 3.maí

Það er vor í lofti og æfingasvæðið allt að koma til, þannig að það verður klárlega æfing þar á sunnudaginn 3.maí n.k. kl. 15.00 að staðartíma !

Óli þjálfari mætir og vill líka minna á að hann er með einkatíma eftir golfæfingu ef að einhverjir hafa áhuga, líka fullorðnir. Nú er rétti tíminn að fínpússa sveifluna fyrir sumarið. Síminn hjá Óla er 6599815.

 


Næsta útiæfing

Gert er ráð fyrir því að næsta útiæfing verði n.k. sunnudag 26.apríl kl. 15.00 - Óli þjálfari mætir.

Ef að veður verða hins vegar "válynd og blaut" er viðbúið að hún verði blásin af - veðurspáin er ekkert sérstök.

Vinsamlegast fylgist því vel með á sunnudaginn.

 


Fyrsta útiæfingin

Fyrsta útiæfing ársins verður sunnudaginn 19.apríl kl.15 á æfingasvæðinu. Óli þjálfari mætir á svæðið og leiðbeinir. Við viljum hvetja alla til að mæta og láta sem flesta vita um hana.


Dagurinn tekinn snemma í dag

Golfæfingin í dag var í bítið eða klukkan 9 í morgun. Óli þjálfari mætti og ágætis mæting var hjá krökkunum miðað við tímasetninguna.  Nú er komið páskafrí þannig að ekki liggur fyrir hvenær næsta æfing verður en það verður látið vita hér á síðunni og reynt að hafa samband við alla. Hins vegar er á dagskrá smá óvænt fjör nú fljótlega, jafnvel í vikunni þannig að þið skulið fylgjast vel með.

 


Æfing á sunnudaginn

Minnum á æfinguna í Reiðhöllinni kl 15:00 á sunnudag. Óli þjálfari mætir.

Mikið keppnissumar framundan

Fulltrúar unglingaráðanna hittust á fundi á Akureyri í gær og ræddu mótahald á komandi sumri. Ljóst er að fjögur barna- og unglingamót verða á Norðurlandi, innan sérstakrar mótaraðar og eru líkur á að fyrsta mótið verði í lok júní en lokamótið verður 30 ágúst á Akureyri. Verða mótin haldin á Sauðárkróki, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. Mótin verða öllum opin og með svipuðu sniði og Nýprent open hefur verið undanfarin ár.

Hitað upp

Þá verður unglingalandsmót haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgi og stefnt er á að lið GSS í drengja- og stúlkuflokki taki þátt í Íslandsmóti um miðjan ágúst.

Það verður því nóg að gera næsta sumar og mikilvægt að allir æfi vel og séu vel undirbúnir fyrir sumarið.

Minnum á sunnudagsæfingar í Reiðhöllinni.

Stjórn unglingaráðs GSS


Æfing á sunnudaginn og bíó

Næsta sunnudag 8. mars verður æfing í Reiðhöllinni kl. 15:00. Eftir æfingu verður farið upp í golfskála og horft á bíó.

Gjald fyrir hverja golfæfingu er kr 500 og er best að greiða í hvert skipti eða tala við Pétur Friðjónsson og ganga frá þeiPICT0091m málum sem fyrst.

 


Æfing í dag 1. mars í Reiðhöllinni

Golfæfing verður í dag 1.mars í Reiðhöllinni kl. 15.00

Ólafur Gylfason þjálfari mætir og stjórnar æfingunni

Hvetjum alla til að mæta

Videokvöldi sem var áætlað í dag verður frestað um viku þar sem að mjög margir eru fjarverandi vegna skólafrísins


Vetraræfingar GSS hefjast sunnudaginn 22. febrúar

Golfæfingar barna- og unglinga hefjast í reiðhöllinni Svaðastaðir n.k. sunnudag frá 15:00-16:30. Verða æfingar alla sunnudaga fram á vor og mun Ólafur Auðunn Gylfason stjórna þeim. Vegna kostnaðar við æfingarnar hefur verið ákveðið að taka gjald fyrir hverja æfingu 500-750 krónur pr. barn.

Mikilvægt er að sem flestir mæti til að ná niður kostnaði, fyrir utan að allir verða í fínu formi þegar snjóa leysir.

 Unglingaráð GSS


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband