Inniaðstaða

Golfklúbburinn hefur fengið inniaðstöðu til æfinga. Aðstaðan er á Freyjugötu 9, gömlu bílabúð KS.

Aðstaða er fyrir fjóra í einu til að slá í net og einnig er teppi til að pútta á.

Æfingar fyrir börn og unglinga hefjast miðvikudaginn 24.febrúar n.k.

Fyrst um sinn verða  æfingar á miðvikudögum og sunnudögum kl. 17.00 – 19.00.  Upplagt er að vera  í eina klst. í einu að æfa, það þarf því ekki að mæta nákvæmlega á réttum tíma eða vera allan tímann.

Kúlur eru á staðnum en iðkendur þurfa að hafa með sér kylfur ( 5 járn og 7 járn ) og pútter.

Eigum eftir að útfæra betur með stutt vipp, þannig að það er ekki mögulegt eins og staðan er.

 

Við viljum hvetja alla til að mæta og kíkja á aðstöðuna og slá nokkra bolta, pútta og hafa gaman af.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband