Skagafjörður - lífsins gæði og gleði
25.4.2010 | 17:40
Golfklúbbur Sauðárkróks var þátttakandi á sýningunni Skagafjörður - lífsins gæði og gleði sem að haldin var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki nú um helgina, í byrjun Sæluviku Skagfirðinga.
Yfir 100 sýnendur voru í 80 básum og var mikill mannfjöldi sem að sótti sýninguna.
Golfklúbburinn kynnti starf sitt á Hlíðarendavelli og hvernig það verður á afmælisárinu en klúbburinn fagnar einmitt 40 ára afmæli á þessu ári.
Þá var létt getraun í gangi þar sem að hægt var að geta sér til um fjölda golfkúlna sem að var í glervasa á borði í sýningarbásnum. Er skemmst frá því að segja að yfir 700 tóku þátt í þessum létta leik okkar og á eftir að fara yfir það hversu margir voru með rétt svar. Golfklúbburinn ætlar að bjóða þeim heppnu til kynningar á starfi klúbbsins og golfkennslu þegar að starfið hefst hjá okkur í júní mánuði. Nöfn vinningshafa verða birt hér á síðunni og einnig verður haft samband við viðkomandi.
En að sýningu lokið var farið í telja golfkúlurnar og voru þær samtals 60.
Golfklúbburinn þakkar öllum þeim sem að tóku þátt í þessum létta leik okkar og heimsóttu básinn á þessari sýningu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.