Skráning á unglingalandsmót að hefjast

Nú hvetjum við alla til að fara á Unglingalandsmót sem haldið verður í Borganesi um
verslunarmannahelgina. Þátttökugjald er 6.000 krónur fyrir hvert barn, en fari skráning fram í
gegnum
umss@simnet.is þá niðurgreiðir UMSS gjaldið um 3.000 krónur.
Einnig er hægt að skrá sig í síma 453-5460 á skrifstofutíma.

Skráning keppenda hefst mánudaginn 12. júlí.

Skráningu lýkur á miðnætti föstudaginn 23. júlí.


Svo allir verði sem best undirbúnir fyrir mótið, verður haldinn foreldrafundur þriðjudagskvöldið 13. júlí kl. 20:00 í Húsi Frítímans. Þar mun Ómar Bragi landsfulltrúi UMFÍ fara yfir málin fyrir mótið og mun svara öllum þeim spurningum sem tengjast mótinu.

Nánar má svo fylgjast með á heimasíðu  umss.is og ulm.is

Við ætlum að halda utan um skráningu frá golfklúbbnum til UMSS og sendið mér því tölvupóst um það mál á hjortur@fjolnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband