Mótinu á Ólafsfirði lokið
27.7.2010 | 20:49
Þriðja mótið í Norðurlandsmótaröðinni, S1 mótið á Ólafsfirði fór fram í dag. Um 90 þátttakendur mættu til leiks viðsvegar að af Norðurlandi og reyndar víða, þar af voru 14 frá Golfklúbbi Sauðárkróks og áttum við keppendur í flestum flokkum. Okkar fólk stóð sig með stóð sig ágætlega að venju en þau sem að unnu til verðlauna fyrir GSS að þessu sinni voru:
Í flokkum 15 -16 ára urðu Sigríður Eygló Unnarsdóttir í 2. sæti og Arnar Geir Hjartarson í 3.sæti. Í flokki 14 ára og yngri varð síðan Aldís Ósk Unnarsdóttir í 3.sæti. Þá sigraði Þröstur Kárason í vippkeppni í flokki 15-16 ára.
Öll úrslit úr mótinu má finna á golf.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.