Æfingaferð á Dalvík
14.2.2011 | 17:02
Unglingaráðið ætlar að efna til æfingaferðar til Dalvíkur í nýtt og glæsilegt húsnæði golfaranna þar á bæ sem að er eitt það glæsilegasta á landinu. Ákveðið hefur verið að fara laugardaginn 19.febrúar n.k. Farið verður á einkabílum.
Við áætlum að vera komin á staðinn um kl.13:30 og vera a.m.k. 3 klst. við æfingar.
Árni Jónsson golfkennari ætlar að stjórna æfingunni og við viljum hvetja alla sem að geta að koma í þessa ferð.
Fínt er að hver og einn taki með sér 4 kylfur eða svo. 5 og 7 járn, wedge og pútter ( í góðu lagi að viðra driverinn aðeins, hvort sem að hann verður notaður eða ekki.... )
Unglingaráðið niðurgreiðir kostnað við ferðina og æfinguna en hver þátttakandi þarf aðeins að greiða 1000 fyrir æfinguna, ef að viðkomandi fær far þá er 1000 í eldsneytiskostnað.
Svo er bara að hafa með sér nesti til að geta nartað í á milli æfinga. Áætluð heimkoma á Krókinn er síðan um kl 19:00.
Til að geta skipulagt ferðina enn frekar þá viljum við biðja þá sem að hafa áhuga að láta Hjört vita og eins foreldra sem geta farið á bílum að láta vita einnig. Í síðasta lagi á miðvikudagskvöldið 16.febrúar.
Hægt er að senda tölvupóst á hjortur@fjolnet.is eða í síma 8217041.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.