Fórum í æfingaferð til Dalvíkur

PúttæfingVið fórum í æfingaferð á Dalvík í hið nýja og glæsilega æfingahúsnæði þeirra í GHD laugardaginn 19.febrúar.

Árni Jónsson golfkennari tók á móti okkur og fór yfir golffræðin með hópnum, og ekki veitir nú af þar sem að ekki hefur verið um neinar æfingar að ræða hjá hópnum síðan í haust.  Það var púttað, sippað, slegið í net og svo fengu allir að prófa golfherminn aðeins.

Alls fóru 11 börn og unglingar með í þessa ferð og foreldrar keyrðu hópinn eins og venjulega og voru allir ánægðir með daginn enda ekki annað hægt !

Hægt er að sjá myndir frá heimsókninni á myndasíðunni.

Við þökkum fyrir góðar móttökur sem við fengum eins og venjulega þegar við heimsækjum Dalvíkinga í tengslum við golfið.

Til hamingju með glæsilega aðstöðu GHD.

Að lokum var farið í 18 holu púttkeppni og niðurstöðurnar urðu þessar:

Arnar Geir-1
Elvar Ingi+4
Friðrik-3
Hákon+6
Hekla+5
Hjörtur-3
Hlynur+3
Jónas+5
Kristján-2
Nína+6
Pálmi+5
Rafn-3
SigríðurPar
Unnar+2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband