Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröðinni.
17.6.2011 | 14:01
Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröðinni verður haldið sunnudaginn 26.júní n.k. á Dalvík.
Keppt verður í öllum flokkum skv. mótafyrirkomulagi mótaraðarinnar sem að er að finna hér á síðunni.
Við viljum hvetja alla kylfinga 18 ára og yngri á að fjölmenna á þetta fyrsta mót mótaraðarinnar. Flokkaskiptingin á að vera fyrir alla.
17-18 ára spila 18 holur
15-16 ára spila 18 holur
14 ára og yngri spila 18 holur*
12 ára og yngri spilar 9 holur*
Svo verður byrjendaflokkur þar sem að spilað verður á sérstökum gullteigum 9 holur.
* þeir sem eru 12 ára og yngri geta valið um þessa 2 flokka.
Skráning fer fram á www.golf.is
Ef að þið lendið í vandræðum með skráningu þá hafið vinsamlega samband við starfsfólk golfskólans, en skráningu þarf að vera lokið föstudagskvöldið 24.júní.
Annað mótið í mótaröðinni verður síðan hér á Sauðárkróki sunnudaginn 3.júlí Nýprent open
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.