Uppskeruhátíðin
23.8.2011 | 22:05
Uppskeruhátíðin var haldin í dag í golfskálanum og voru þar veittar viðurkenningar fyrir árangur sumarsins.
Richard fór yfir starfið í sumar og fór yfir það hvernig kylfingar geta haldið áfram að bæta sig í vetur, en hann hefur fullan hug á því að vera í sambandi við krakkana í vetur og að koma aftur næsta sumar ef að nokkur kostur er á.
En þá var komið að viðurkenningum sumarsins. Fyrir það fyrsta var það Hákon Ingi Rafnsson sem að var með bestu mætinguna í golfskólanum þetta sumarið. Þriðjudagsmótaröðina sigraði Sigríður Eygló Unnarsdóttir og holukeppnina sigraði Arnar Geir Hjartarson. Þá var komið að mestu framförunum þetta sumarið en þau hlutu þau Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir og Pálmi Þórsson. Að lokum voru síðan bestu kylfingar sumarsins krýndir. Það voru þau Aldís Unnarsdóttir og Hlynur Freyr Einarsson sem að hlutu nafnbótina að þessu sinni.
Golfvertíðinni er nú ekki lokið hjá okkur ennþá því að eftir er síðasta mótið á Norðurlandsmótaröðinni á Akureyri en það verður sunnudaginn 4. september. Þá eigum við líka eftir að fara í haustferðina okkar eins og undanfarin ár og verður hún auglýst þegar nær dregur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.