Bændaglíma á Skagaströnd
23.9.2011 | 11:39
Sunnudaginn 18. september fór hópur unglinga og foreldra á Skagaströnd þar sem að spiluð var bændaglíma. Skipt var í tvö lið og spilaður 9 holu höggleikur. Lognið kom úr suðrinu og fór frekar hratt yfir og gerði sumum kylfingum erfitt fyrir. Völlurinn var hins vegar í flottu standi og skemmtilegur að venju og allir skemmtu sér hið besta.
Bændur að þessu sinni voru þeir Arnar Geir og Þröstur og drógu þeir sér lið.
Arnar fékk lið nr. 1 og Þröstur nr. 2 og voru þau þannig skipuð:
Lið 1:
Hlynur, Atli, Hákon Rabbi, Einar og Arnar
Lið 2:
Elvar, Jónas, Pálmi, Hjörtur, Kristján og Þröstur.
Eftir harða rimmu þá stóð lið 1 uppi sem sigurvegari.
Lið 1 = 308 högg
Lið 2 = 325 högg.
Að lokinni keppni var brunað aftur á Krókinn í golfskálann þar sem að pizza var pöntuð og horft á bíómynd. Dagurinn var skemmtilegur og góður endir á góðu sumri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.