Púttæfingum lokið - allir á völlinn !!!
24.4.2012 | 18:02
Nú hefur formlegum púttæfingum í golfskálanum verið hætt enda veðrið alveg ljómandi þessa dagana og margir farnir að spila á vellinum sem er allur að koma til. Við viljum hvetja alla sem tök hafa á að skella sér á völlinn en minnum jafnframt á að hann er viðkvæmur og því ber að ganga vel um hann.
Við ætlum að byrja með útiæfingar á æfingasvæðinu sunnudaginn 6.maí n.k. kl.13:00. Æfingarnar verða a.m.k. klukkustund en það fer auðvitað eftir stemmingunni. Golfkennarinn kemur svo um mánaðarmótin maí/júní til okkar.
Við ætlum svo að skoða hvort við getum ekki farið í dagsferð á einhvern golfvöll á SV- horninu í maí til að starta tímabilinu fyrir alvöru.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.