Fyrsta mótinu í Norðurlandsmótaröðinni lokið

IMG 8255Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga var haldið á Dalvík sunnudaginn 10.júní s.l. Frá klúbbnum mættu á þetta mót, Arnar Geir Hjartarson, Þröstur Kárason, Atli Freyr Rafnsson, Hlynur Freyr Einarsson, Jónas Már Kristjánsson, Elvar Ingi Hjartarson, Pálmi Þórsson, Hákon Ingi Rafnsson og Viktor Kárason.  Hluti af hópnum hafði síðan tekið þátt í golfævintýri þeirra Dalvíkinga síðan á föstudag. Að venju stóðu keppendur frá klúbbnum sig með ágætum.  Þröstur Kárason fékk nándarverðlaun í flokki 17-18 ára og Arnar Geir varð í öðru sæti í vippkeppni í sama flokki. Viktor Kárason varð í 2. sæti vippkeppni í flokki byrjenda. Í 17-18 ára flokknum varð Arnar Geir í öðru sæti á 78 höggum. Í 15-16 ára flokknum varð Hlynur Freyr í 3.sæti ásamt tveimur öðrum keppendum á 81 höggi en tapaði í bráðabana. Í flokki 14 ára og yngri varð Elvar Ingi í 2.sæti á 79 höggum og að lokum varð Viktor Kárason í 2.sæti í flokki byrjenda á 48 höggum ( 9 holur ). Það voru skemmtilegir dagar sem við áttum þarna í tengslum við golfævintýrið og síðan mótið og hópurinn hélt glaður heim að loknu móti.

Hægt er að sjá nokkrar myndir hér á bloggsíðunni frá golfmótinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband