Golfmaraþoninu lokið

Börn og unglingar í Golfklúbbi Sauðárkróks spiluðu golfmaraþon á Hlíðarendavelli föstudaginn 15.júní. Golfmaraþon 2012Byrjað var kl 8 um morguninn og spilað þar til um kl. 20 um kvöldið. Þau náðu að spila í heildina 1182 holur á þessum tíma sem er mjög gott. Yngstu kylfingarnir sem tóku þátt að þessu sinni voru 7 ára gamlir. Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu skemmtilega maraþoni okkar kærlega fyrir. Við viljum einnig þakka sérstaklega öllum þeim fjölmörgu bæjarbúum sem hétu á okkur og hvöttu okkur þannig til enn frekari dáða.  Í lokinn slógum við upp heljarinnar veislu fyrir alla kylfingana sem síðan fóru glaðir, kátir og þreyttir heim að þessu loknu. Það hefur sjaldan verið eins mikið fjör á vellinum og þennan dag og að sjálfsögðu komir fjölmargir foreldrar og gestir til að fylgjast með hópnum og hvetja þau til dáða.

Meðfylgjandi er mynd af stærstum hluta þátttakenda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband