Byrjendamót og uppskeruhátíð
10.8.2012 | 08:27
Vildi bara minna á að byrjendamót barna og unglinga verður haldið n.k. mánudag 13.ágúst og hefst kl.10:00.
Höggleikur verður leikinn í einum opnum flokki 9 holur af rauðum teigum - og verðlaun fyrir 3 efstu sætin og jafnvel eitthvað meira ..
Gott væri að senda mér upplýsingar um skráningu í það svo þarf að mæta a.m.k. kl.9:45.
Verðlaunaafhending verður að móti loknu.
Uppskeruhátíðin verður síðan mánudaginn 20.ágúst og hefst hún kl.17:00 í golfskálanum.
Við viljum hvetja alla sem hafa verið í golfskólanum í sumar að mæta því allir fá glaðning J
Svo er náttúrulega bongóblíða alla daga þó lognið mætti fara hægar yfir !
Það er því um að gera að spila og æfa eins og hægt er .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.