Sveitakeppni 16 ára og yngri drengja á Flúðum - Dagur 2
16.8.2008 | 12:56
2.dagur í sveitakeppninni stendur nú yfir og eru leikir í 1.umferð að klárast. GSS lék við GKJ-B og tapaði 2-1. Leikirnir fóru þannig að Þorbergur sigraði í sínum leik á 18.holu 1/0, Arnar Geir tapaði á 18.holu 1/0 og Jónas og Ingi sem að spiluðu fjórmenninginn töpuðu 4/3. Strákarnir voru að spila ágætis golf í dag og hefði sigurinn sannarlega getið dottið okkar megin en pútterinn var "kaldur" en slátturinn var mjög góður. Á eftir spilum við síðan við GV-A og þar mætum við hörku spilurum með mjög lága forgjöf.
Bless í bili frá Flúðum
Kl. 12.55 / Hjörtur
Seinni umferð dagsins var að ljúka. Eins og okkur grunaði þá var þetta okkar mönnum erfitt þar sem að A sveit Vestmannaeyinga er skipuð hörku kylfingum. Leikirnir töpuðust allir. Þorbergur og Arnar Geir töpuðu báðir 4/3 í tvímenningsleikjum sínum og fjórmenningurinn hjá Inga og Þresti tapaðist 3/2. Á morgun verður spilað við GL-B.
Þrátt fyrir að báðir leikir dagsins hafi tapast er mjög góð stemming í hópnum og nú förum við heim að Syðra-Langholti og slöppum af hjá þeim heiðurshjónum Hrafnhildi og Jóhannesi. Skellum okkur í heita pottinn og svo verður farið snemma í háttinn því að fyrsti rástími í fyrramálið er kl.8.18. Ekki liggur fyrir ennþá við hverja við spilum síðan í seinni umferðinni á morgun - sunnudag.
Meiri fréttir á morgun frá Flúðum
Kl.19.15 / Hjörtur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.