Flottur árangur á Akureyri um helgina
1.9.2008 | 20:24
Golfklúbbur Akureyrar stóđ fyrir opnu barna- og unglingamóti á Jađarsvelli í gćr. Mótiđ var međ svipuđu sniđi og mótin á Sauđárkróki og Dalvík fyrr í sumar, en ríflega 60 krakkar tóku ţátt. Níu keppendur fóru frá Sauđárkróki og stóđu sig međ sóma ađ vanda.
Í flokki drengja 12-13 ára sigrađi Arnar Geir Hjartarson eftir ćsispennandi keppni. Ţurfti ţrefaldann bráđabana til ađ ákveđa úrslit og spiluđu ţeir 18 braut á Jađarsvelli. Tvisvar fóru keppendurnir á pari, eđa 3 höggum og sýndi Arnar fádćma öryggi međ ţví ađ para brautina í ţriđja skipti međan andstćđingurinn fór á fjórum höggum. Ţröstur Kárason ţurfti einnig bráđabana til ađ ákveđa hver hlyti ţriđja sćtiđ í sama flokki. Ţröstur sigrađi í annari tilraun og hefur reynsla ţeirra af sveitakeppni unglinga líklega tryggt ţeim ţessi góđu úrslit, enda ţarf sterkar taugar til ađ spila jafn vel međ upp undir hundrađ áhorfendur.
Í flokki stúlkna 12-13 ára varđ Elísabet Ásmundsdóttir í ţriđja sćti en Sigríđur Eygló nokkru neđar. Í flokki drengja 10-11 ára varđ Elvar Ingi Hjartarson í ţriđja sćti án forgjafar og Arnar Ólafsson í ţriđja sćti međ forgjöf, en skammt undan varđ Atli Freyr Rafnsson. Loks sigrađi Hekla Kolbrún Sćmundsdóttir međ yfirburđum í flokki 10-11 ára stúlkna en Aldís Ósk Unnarsdóttir varđ í öđru sćti. Hekla fékk bikar fyrir 1 sćti án forgjafar en Aldís fyrir 1 sćti međ forgjöf og voru ansi sáttar viđ ţađ.
Allir voru klúbbnum til sóma og veđriđ lék viđ okkur á Akureyri, logn og ca 14 stiga hiti. Völlurinn var talsvert erfiđari en á Dalvík og erfitt ađ eiga viđ ţađ ţegar boltinn lenti utan brautar, enda sláttuvélarnar lítiđ veriđ notađar á Akureyri síđustu daga. Viđ ţökkum Akureyringum fyrir frábćrar móttökur á glćsilegasta golfvelli Norđanlands. Ţátttaka í ţessum ţremur barna- og unglingamótum sumarsins hefur veriđ mikils virđi fyrir krakkana í GSS og ljóst er ađ framhald verđur á nćsta sumar. Svo er bara ađ halda sér í formi fyrir komandi sumar!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.