Íþróttamaður Skagafjarðar 2008 valinn

Ingvi Þór,Sigríður Eygló og Arnar Geir

Íþróttamaður Skagafjarðar var valinn í gær 29.desember við hátíðlega athöfn í sal Frímúrara á Sauðárkróki.  Það var UMSS ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði sem að stóð að kjörinu.  Þá voru einnig ungu og efnilegu íþróttafólki veittar viðurkenningar.

Golfklúbburinn átti þrjá fulltrúa við athöfnina.  Ingvi Þór Óskarsson var tilnefndur sem íþróttamaður Skagafjarðar og síðan fengu þau Sigríður Eygló Unnarsdóttir og Arnar Geir Hjartarson viðurkenningar sem efnilegir íþróttamenn.

Það var hins vegar Bjarki Árnason knattspyrnumaður úr Tindastóli sem að var valinn íþróttamaður Skagafjarðar fyrir árið 2008.

Golfklúbburinn óskar öllum þeim íþróttamönnum sem að fengu viðurkenningar til hamingju með árangurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÖSSI

Til hamingju með þetta...myndarlegur hópur..

ÖSSI, 5.1.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband