Mikið keppnissumar framundan
15.3.2009 | 11:23
Fulltrúar unglingaráðanna hittust á fundi á Akureyri í gær og ræddu mótahald á komandi sumri. Ljóst er að fjögur barna- og unglingamót verða á Norðurlandi, innan sérstakrar mótaraðar og eru líkur á að fyrsta mótið verði í lok júní en lokamótið verður 30 ágúst á Akureyri. Verða mótin haldin á Sauðárkróki, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. Mótin verða öllum opin og með svipuðu sniði og Nýprent open hefur verið undanfarin ár.
Þá verður unglingalandsmót haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgi og stefnt er á að lið GSS í drengja- og stúlkuflokki taki þátt í Íslandsmóti um miðjan ágúst.
Það verður því nóg að gera næsta sumar og mikilvægt að allir æfi vel og séu vel undirbúnir fyrir sumarið.
Minnum á sunnudagsæfingar í Reiðhöllinni.
Stjórn unglingaráðs GSS
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.