Sveitakeppni - breyting og rástímar

Golfsambandið hafði samband í dag og ræddi um breytt fyrirkomulag hjá stelpnasveitunum. Búið er að sameina flokkana og stelpurnar spila því allar á Flúðum.  Þær spila því höggleik á föstudaginn, en sökum lítillar þátttöku þá stóð til að svo yrði ekki, heldur myndu bara spila á milli liða á laugardag og sunnudag. Þetta þýðir bara fleiri hringir og meira fjör.

Stelpusveitirnar verða því:

GR 1 og 2

GK 1,2 og 3

GKG

GSS

GHD

Eftir því sem best er vitað þá verða 15 sveitir í 16 ára og yngri flokki drengja og 7 sveitir í 18 ára og yngri flokki pilta.

Rástímar fyrir æfingahringinn á fimmtudaginn eru klárir en þeir eru:

Kiðjaberg - Kl. 14.40 & 14.50 ( 16 ára og yngri drengir )

Flúðir - Kl. 14.50, 15.00 & 15.10 ( 18 ára og yngri piltar og 16 ára og yngri stelpur

Liðstjórafundir eru síðan kl.20.00 á fimmtudagskvöldið í báðum golfskálunum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband