Norðurlandsmótaröðin

Stoltir Norðurlandsmeistarar 

Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröðinni var haldið á Akureyri sunnudaginn 30.ágúst s.l.  í lok þess voru veitt verðlaun í heildarstigakeppni mótaraðarinnar.  Að þessari mótaröð standa Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Húsavíkur, Golfklúbburinn Hamar á Dalvík, Golfklúbbur Ólafsfjarðar og Golfklúbbur Sauðárkróks. Mót voru haldin á Dalvík, Sauðárkróki, Ólafsfirði og lokamótið á Akureyri.  Þátttakan í þessum mótum var mjög góð, í fyrsta mótinu voru 77 og í því síðasta 120.  Þessi mótaröð er klárlega komin til með að vera og það má segja að það hafi orðið golfsprengja á Norðurlandi nú í sumar. 

Ákveðið var að hafa stigakeppni í öllum mótum þar sem að 3 bestu mótin töldu hjá keppendum.

Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist 2 Norðurlandsmeistara þetta árið og komu þeir báðir í flokki 11 ára og yngri. Matthildur Kemp Guðnadóttir sigraði á þremur mótum af fjórum og varð því Norðurlandsmeistari með fullt hús stiga. Elvar Ingi Hjartarson sigraði á öllum mótunum fjórum í sama flokki og varð því líka Norðurlandsmeistari með fullt hús stiga.

Ingvi Þór Óskarsson varð síðan í öðru sæti í heildarstigakeppni í flokki 14 - 16 ára.  GSS átti einnig aðra keppendur á topp 10 listanum í öðrum flokkum.  Hægt er að sjá heildarniðurstöðu í stigakeppninni á nordurgolf.blog.is.

/hg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband