Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Mataræði fyrir kylfinga

Rakst á þessa grein um mataræði fyrir kylfinga:

Trefjarík fæða hefur hægara niðurbrot/upptöku sem þýðir að orkan
sem við fáum úr fæðunni endist okkur lengur og hjálpar til við að halda
blóðsykrinum í jafnvægi
sem er alveg málið ef við viljum forðast það að
orkan sé að detta niður og valda okkur þreytutilfinningu eða einbeitingarleysi.

Trefjar veita góða mettun án þess að vera kaloríuríkar og geta þess vegna verið frábærar fyrir þá sem eru að reyna að léttast. Grænmeti, ávextir og heilhveiti innihalda líka mikið magn vítamína og steinefna sem eru mikilvæg til að viðhalda jafnri orku og góðri heilsu. 20-35 gr af trefjum er dagsskammturinn og ætti að koma frá blöndu af mismunandi mætvælum. Skoðið velGI listann (blóðsykurstöðull) því kolvetni sem eru fersk, lítið unnin og næringarrík eru líka oft mjög trefjarík og því gott val.



Matvæli sem gott er að hafa á matseðlinum, daglega!
- Heilhveiti, spelt, grófkorna eða próteinbættar hveitiafurðir
 -Brún grjón
- Ferska ávexti, með hýðinu
- Ferskt grænmeti
- Rúsínur
- Baunasúpur
- Rúsínu haframjöl kökur (bakaðu sjálf, sjá uppskrift á matseðli)
- Trefjaríkt og sykursnautt morgunkorn

Golf krefst jafnrar og góðrar orku í þann tíma sem þið eruð að spila. Kolvetni með
lágt GI gildi eru málið og algerlega ber að forðast sætindi, gosdrykki og önnur einföld
kolvetni þar sem þau hækka blóðsykurinn mjög skarpt og síðan er það fallið sem þið
finnið fyrir eftir u.þ.b. klukkustund. Lágur blóðsykur þýðir þreyta, einbeitingarleysi og
sljóleiki, ekki eitthvað sem þið viljið upplifa á vellinum. Skoðið vel listann yfir GI gildi
matvælanna og veljið eftir því. 

KOLVETNI_blóðsykurstöðull

Blóðsykurstöðull matvæla er mælikvarði á áhrif kolvetna á blóðsykurinn. Kolvetni sem hafa stuttan niðurbrotstíma (hátt GI gildi) í meltingarferlinu leysa mikið magn glúkósa hratt út í blóðrásina sem hefur áhrif á blóðsykurinn.

Fæða með lágan blóðsykurstöðul brotnar hægar niður í meltingunni, leysir minna magn af glúkósa úr í blóðrásina og hefur því gríðarlega mikil áhrif á hluti eins og sykurlöngun, orkuflæði yfir daginn, mettun eftir máltíðir og matarlyst.

Talið er að kolvetni með lág Gi gildi geti komið betra jafnvægi á fitubrennslueiginleika líkamanns og hefur þar með bein áhrif á fitusöfnun.

Tímasetning máltíðanna og rétt val á kolvetnum eru þau tvö atriði sem hafa lang mest áhrif á það hvort þú sért að léttast eða ekki.......

Kostir mataræðið með lágt Gi gildi eru augljósir. Kolvetni með lágt gildi eru almennt næringarríkari, náttúrulegri, minna unnin og ferskari er kolvetni með hátt gildi. Það eru þó undantekningar á þessu og hugmyndin með þessu er að þið séuð meðvitaðri og veljið hollari fæðu sem hefur jákvæð áhrif á líkamann.

Kolvetni eru með lágt gildi/miðlungs hátt og hátt. Þessi kolvetni sem ég er að telja upp hérna eru öll með mjög lágan stöðul en það er ekki þar með sagt að þið getið ekki verið að borða nein önnur kolvetni. Veljið gildi um og undir 50
Munið að ALLT grænmeti hefur lágan stöðul og hentar því frábærlega fyrir ykkur!

Matur

GI gildi

Sætar kartöflur

44

Kartöflur

57

Forsoðnar kartöflur

65

Kartöflumús (án sykurs)

70

Franskar

75

Bakaðar kartöflur

85

Tilbúin katöflumús

86

Rauðar nýjar kartöflur

88


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband