Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Nýprent open 5.júlí og foreldrafundur 2.júlí
30.6.2009 | 22:07
Nýprent open mótið verður haldið sunnudaginn 5.júlí n.k. og hefst kl.10. Keppt verður í byrjendaflokkum, 11 ára og yngri, 12-13 ára og 14-16 ára í bæði stráka og stelpnaflokkum. Skráning er hafin á www.golf.is.
Af því tilefni boðar unglinganefnd til foreldrafundar fimmtudaginn 2.júlí í golfskálanum og hefst hann kl.21. Við viljum hvetja alla foreldra að mæta á fundinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndir komnar af Intersport mótinu á Dalvík
23.6.2009 | 21:55
Það eru komnar myndir af Intersport mótinu inn á myndaalbúmið á síðunni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ágætis árangur hjá okkar fólki á Intersport Open á Dalvík
22.6.2009 | 08:55
Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram sunnudaginn 21.júní á Dalvík í blíðsakaparveðri. Þáttakendur voru í kringum 70 og tókst mótið með miklum ágætum.
Keppt var í byrjendaflokki, í flokkum 11 ára og yngri, 12-13 ára og 14-16 ára.
12 keppendur voru frá Golfklúbbi Sauðárkróks og stóðu þau sig öll með ágætum.
Þau sem að náðu í verðlaunasæti í þessu móti voru:
|
Myndir frá mótinu birtast fljótlega hérna á síðunni |
Íþróttir | Breytt 23.6.2009 kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rástímar komnir fyrir Intersport mótið á Dalvík
20.6.2009 | 20:48
Þetta eru rástímarnir okkar í Intersport mótinu á Dalvík 21.júní
10:00 | Ingvi Þór Óskarsson |
10:12 | Þröstur Kárason |
10:12 | Arnar Geir Hjartarson |
10:24 | Elísabet Ásmundsdóttir |
10:36 | Jóhannes Friðrik Ingimundarson |
10:48 | Jónas Már Kristjánsson |
11:12 | Atli Freyr Rafnsson |
11:24 | Arnar Ólafsson |
11:48 | Hólmar Örn Valdimarsson |
12:12 | Matthildur Kemp Guðnadóttir |
12:12 | Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir |
12:24 | Elvar Ingi Hjartarson |
Alla rástíma er hægt að sjá inni á www.golf.is
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Intersport open á Dalvík 21.júní n.k.
15.6.2009 | 10:58
Opna barna-og unglingamótið "Intersport open" verður haldið á Arnarholtsvelli í Svarfaðadal sunnudaginn 21.júní n.k. og hefst kl.10.00.
Sjá meðfylgjandi auglýsingu á pdf sniði
Skráning verður í golfskálanum á Sauðárkróki á skráningarblaði þar og hvetjum við alla til að skella sér á þennan stórskemmtilega völl þeirra Dalvíkinga.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum: byrjendaflokkum, 11 ára og yngri, 12-13 ára og 14-16 ára. Ýmis aukaverðlaun.
Einnig er hægt að skrá sig skv. auglýsingu á www.golf.is og í síma.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Golfbúnaður til sölu
15.6.2009 | 10:20
Við höfum ákveðið að setja hér upplýsingar um golfbúnað til sölu fyrir börn og unglinga. Hérna kemur fyrsta auglýsingin:
1/2 golfsett
½ sett til sölu + poki, fyrir 9-11ára Upplýsingar gefur Ragna í síma 453 6686 og 860 1260 Ram golfsett
Ram golfsett- 5-6-7-9-P-S + Ozone pokiFyrir ca 165-175sm.
Upplýsingar gefur Magga í síma 453 6419 og 895 6419
US Kids golfsett
US kids, gull – Driver 1 – járn-4-5-7-9-S + US kids poki og kerraDriver – Sapphire A-L-T, 12°
SPEQ sport J2000 5tré
Regal 3 og 5tré Upplýsingar gefur Pétur í síma 825 4523
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Golfskólinn hafinn
8.6.2009 | 11:15
Í morgun mættu krakkar í GSS í golfskólann í köldu en þurru veðri. Útlit er fyrir að milli 30-40 krakkar verði í golfskólanum í sumar, en enn er hægt að skrá sig í skólann.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Foreldrafundur sunnudaginn 7.júní
3.6.2009 | 17:13
Foreldrafundur verður haldinn í golfskálanum 7. júní n.k. og hefst hann kl.20.00
Farið verður yfir sumarstarfið. Stjórn unglinganefndar verður með fundinn ásamt Ólafi Gylfasyni þjálfara. Við viljum hvetja alla til þess að láta þetta berast til þeirra sem að verða með í golfinu í sumar.
Eftir þennan fund verður markaður þar sem að hægt verður að koma með golfkylfur og annan búnað eins og kerrur og poka og skipta og/eða selja eða bara að losna við úr skúrnum eða úr geymslunni. Allt svona getur komið sér vel bæði fyrir klúbbinn og nýja iðkendur í sumar
Íþróttir | Breytt 4.6.2009 kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)