Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Hópurinn hittist !
13.1.2010 | 11:11
Búið er að ákveða að halda smá "videokvöld" í golfskálanum laugardaginn 16. janúar n.k. kl.17.00
Ætlum að horfa saman á einhverja skemmtilega mynd. Allir mæti með sitt snakk eða sælgæti sjálfir en gos verður á boðstólnum í boði klúbbsins.
Áætlað er að þessu verði lokið kl. 19.30 en það er þó allt opið og fer eftir stemmingunni
Vonumst til að sjá sem flesta
--
Unglingaráð GSS
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttamaður Skagafjarðar 2009 valinn
9.1.2010 | 20:54
Íþróttamaður Skagafjarðar var útnefndur 28.desember s.l. við hátíðlega athöfn í húsi frítímans á Sauðárkróki. Það var UMSS ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði sem að stóð að kjörinu. Þá voru einnig ungu og efnilegu íþróttafólki veittar viðurkenningar.
Golfklúbburinn átti þrjá fulltrúa við athöfnina. Oddur Valsson var tilnefndur sem til kjörs íþróttamanns Skagafjarðar frá Golfklúbbnum og síðan fengu þau Helga Pétursdóttir og Arnar Geir Hjartarson viðurkenningar sem efnilegir íþróttamenn.
Oddur Valsson varð í 3. sæti í kjörinu um íþróttamann Skagafjarðar árið 2009, en hann var klúbbmeistari s.l. sumar. Oddur var einnig í silfurliði í sveitakeppni GSÍ 16-18 ára í sameiginlegri sveit klúbbanna á Norðurlandi.
Það var hins vegar Bjarni Jónasson hestaíþróttamaður úr Léttfeta sem að var valinn íþróttamaður Skagafjarðar fyrir árið 2009.
Golfklúbburinn óskar Bjarna til hamingju með útnefninguna og öllum þeim íþróttamönnum sem að fengu viðurkenningar til hamingju með árangurinn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)