Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Inniaðstaðan opnuð

Traffík á flötinni !Inniaðstaðan okkar var opnuð miðvikudaginn 24.febrúar.

Ágætis mæting var og skemmtu sér allir hið besta.

Haldið var púttmót þar sem að hver þátttakandi púttaði 36 holur og einnig var þrautabraut sem að keppt var í.  Þá er einnig aðstaða fyrir fjóra að slá í net á staðnum.

Úrslit í púttmóti og þrautabraut eru birt hér til hliðar á síðunni og verða síðan uppfærð eftir hvert skipti.

Næst verður opið sunnudaginn 28.febrúar milli kl.17 og 19.

Hvetjum sem flesta að mæta.

 


Inniaðstaða

Golfklúbburinn hefur fengið inniaðstöðu til æfinga. Aðstaðan er á Freyjugötu 9, gömlu bílabúð KS.

Aðstaða er fyrir fjóra í einu til að slá í net og einnig er teppi til að pútta á.

Æfingar fyrir börn og unglinga hefjast miðvikudaginn 24.febrúar n.k.

Fyrst um sinn verða  æfingar á miðvikudögum og sunnudögum kl. 17.00 – 19.00.  Upplagt er að vera  í eina klst. í einu að æfa, það þarf því ekki að mæta nákvæmlega á réttum tíma eða vera allan tímann.

Kúlur eru á staðnum en iðkendur þurfa að hafa með sér kylfur ( 5 járn og 7 járn ) og pútter.

Eigum eftir að útfæra betur með stutt vipp, þannig að það er ekki mögulegt eins og staðan er.

 

Við viljum hvetja alla til að mæta og kíkja á aðstöðuna og slá nokkra bolta, pútta og hafa gaman af.

  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband