Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Útiæfingar
30.4.2010 | 08:20
Sunnudaginn 2. maí n.k. verður unglingaráðið með 1. golfæfinguna utanhúss á æfingasvæðinu okkar. Við viljum hvetja alla til að mæta og dusta rykið af sveiflunni sinni og fara að kíkja aðeins á stutta spilið.
Æfingin byrjar kl.14.
Vinsamlega látið þetta berast til allra "ungra" og upprennandi kylfinga innan klúbbsins.
Ef að veður verða "válynd" þá látum við vita á síðunni um breytingar
Stefnt er að æfingum flestar helgar í maí en það verður nánar auglýst síðar. Inniæfingar verða því ekki fleiri á þessu vori og viljum við koma sérstöku þakklæti til Sveitarfélagsins fyrir að lána okkar aðstöðuna á Freyjugötu fyrir inniæfingar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skagafjörður - lífsins gæði og gleði
25.4.2010 | 17:40
Golfklúbbur Sauðárkróks var þátttakandi á sýningunni Skagafjörður - lífsins gæði og gleði sem að haldin var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki nú um helgina, í byrjun Sæluviku Skagfirðinga.
Yfir 100 sýnendur voru í 80 básum og var mikill mannfjöldi sem að sótti sýninguna.
Golfklúbburinn kynnti starf sitt á Hlíðarendavelli og hvernig það verður á afmælisárinu en klúbburinn fagnar einmitt 40 ára afmæli á þessu ári.
Þá var létt getraun í gangi þar sem að hægt var að geta sér til um fjölda golfkúlna sem að var í glervasa á borði í sýningarbásnum. Er skemmst frá því að segja að yfir 700 tóku þátt í þessum létta leik okkar og á eftir að fara yfir það hversu margir voru með rétt svar. Golfklúbburinn ætlar að bjóða þeim heppnu til kynningar á starfi klúbbsins og golfkennslu þegar að starfið hefst hjá okkur í júní mánuði. Nöfn vinningshafa verða birt hér á síðunni og einnig verður haft samband við viðkomandi.
En að sýningu lokið var farið í telja golfkúlurnar og voru þær samtals 60.
Golfklúbburinn þakkar öllum þeim sem að tóku þátt í þessum létta leik okkar og heimsóttu básinn á þessari sýningu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikilvægt fyrir alla að teygja vel
5.4.2010 | 16:07
Fyrir alla kylfinga er mjög mikilvægt að teygja vel áður en farið er að spila.
Hér fylgja nokkrar góðar teygjuæfingar sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir golfara - sjá viðhengi tengt þessari færslu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)