Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Útiæfingar

Sunnudaginn 2. maí n.k. verður unglingaráðið með 1. golfæfinguna utanhúss á æfingasvæðinu okkar. Við viljum hvetja alla til að mæta og dusta rykið af sveiflunni sinni og fara að kíkja aðeins á stutta spilið.

Æfingin byrjar kl.14.

Vinsamlega látið þetta berast til allra "ungra" og upprennandi kylfinga innan klúbbsins.

Ef að veður verða "válynd" þá látum við vita á síðunni um breytingar

 Stefnt er að æfingum flestar helgar í maí en það verður nánar auglýst síðar. Inniæfingar verða því ekki fleiri á þessu vori og viljum við koma sérstöku þakklæti til Sveitarfélagsins fyrir að lána okkar aðstöðuna á Freyjugötu fyrir inniæfingar.


Skagafjörður - lífsins gæði og gleði

Golfklúbbur Sauðárkróks var þátttakandi á sýningunni Skagafjörður - lífsins gæði og gleði sem að haldin var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki nú um helgina, í byrjun Sæluviku Skagfirðinga.

CIMG5046

Yfir 100 sýnendur voru í 80 básum og var mikill mannfjöldi sem að sótti sýninguna.

Golfklúbburinn kynnti starf sitt á Hlíðarendavelli og hvernig það verður á afmælisárinu en klúbburinn fagnar einmitt 40 ára afmæli á þessu ári.

Þá var létt getraun í gangi þar sem að hægt var að geta sér til um fjölda golfkúlna sem að var í glervasa á borði í sýningarbásnum.  Er skemmst frá því að segja að yfir 700 tóku þátt í þessum létta leik okkar og á eftir að fara yfir það hversu margir voru með rétt svar. Golfklúbburinn ætlar að bjóða þeim heppnu til kynningar á starfi klúbbsins og golfkennslu þegar að starfið hefst hjá okkur í júní mánuði. Nöfn vinningshafa verða birt hér á síðunni og einnig verður haft samband við viðkomandi.

En að sýningu lokið var farið í telja golfkúlurnar og voru þær samtals 60.

Golfklúbburinn þakkar öllum þeim sem að tóku þátt í þessum létta leik okkar og heimsóttu básinn á þessari sýningu.

 

 


Mikilvægt fyrir alla að teygja vel

Fyrir alla kylfinga er mjög mikilvægt að teygja vel áður en farið er að spila.

Hér fylgja nokkrar góðar teygjuæfingar sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir golfara - sjá viðhengi tengt þessari færslu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband