Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Fórum í æfingaferð til Dalvíkur
20.2.2011 | 20:20
Við fórum í æfingaferð á Dalvík í hið nýja og glæsilega æfingahúsnæði þeirra í GHD laugardaginn 19.febrúar.
Árni Jónsson golfkennari tók á móti okkur og fór yfir golffræðin með hópnum, og ekki veitir nú af þar sem að ekki hefur verið um neinar æfingar að ræða hjá hópnum síðan í haust. Það var púttað, sippað, slegið í net og svo fengu allir að prófa golfherminn aðeins.
Alls fóru 11 börn og unglingar með í þessa ferð og foreldrar keyrðu hópinn eins og venjulega og voru allir ánægðir með daginn enda ekki annað hægt !
Hægt er að sjá myndir frá heimsókninni á myndasíðunni.
Við þökkum fyrir góðar móttökur sem við fengum eins og venjulega þegar við heimsækjum Dalvíkinga í tengslum við golfið.
Til hamingju með glæsilega aðstöðu GHD.
Að lokum var farið í 18 holu púttkeppni og niðurstöðurnar urðu þessar:
Arnar Geir | -1 |
Elvar Ingi | +4 |
Friðrik | -3 |
Hákon | +6 |
Hekla | +5 |
Hjörtur | -3 |
Hlynur | +3 |
Jónas | +5 |
Kristján | -2 |
Nína | +6 |
Pálmi | +5 |
Rafn | -3 |
Sigríður | Par |
Unnar | +2 |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingaferð á Dalvík
14.2.2011 | 17:02
Unglingaráðið ætlar að efna til æfingaferðar til Dalvíkur í nýtt og glæsilegt húsnæði golfaranna þar á bæ sem að er eitt það glæsilegasta á landinu. Ákveðið hefur verið að fara laugardaginn 19.febrúar n.k. Farið verður á einkabílum.
Við áætlum að vera komin á staðinn um kl.13:30 og vera a.m.k. 3 klst. við æfingar.
Árni Jónsson golfkennari ætlar að stjórna æfingunni og við viljum hvetja alla sem að geta að koma í þessa ferð.
Fínt er að hver og einn taki með sér 4 kylfur eða svo. 5 og 7 járn, wedge og pútter ( í góðu lagi að viðra driverinn aðeins, hvort sem að hann verður notaður eða ekki.... )
Unglingaráðið niðurgreiðir kostnað við ferðina og æfinguna en hver þátttakandi þarf aðeins að greiða 1000 fyrir æfinguna, ef að viðkomandi fær far þá er 1000 í eldsneytiskostnað.
Svo er bara að hafa með sér nesti til að geta nartað í á milli æfinga. Áætluð heimkoma á Krókinn er síðan um kl 19:00.
Til að geta skipulagt ferðina enn frekar þá viljum við biðja þá sem að hafa áhuga að láta Hjört vita og eins foreldra sem geta farið á bílum að láta vita einnig. Í síðasta lagi á miðvikudagskvöldið 16.febrúar.
Hægt er að senda tölvupóst á hjortur@fjolnet.is eða í síma 8217041.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fræðslu og bíókvöld
10.2.2011 | 09:44
Fræðslu-og bíókvöld verður í golfskálanum á Hlíðarenda sunnudaginn 13.febrúar n.k. og hefst það kl. 19.30.
Árný ætlar að vera með fræðslu varðandi líkamsæfingar fyrir golfara til undirbúnings fyrir golfvertíðina sem að nálgast óðfluga.
Síðan verður horft á einhverja skemmtilega bíómynd.
Gos verður í boði klúbbsins en hver kemur með sitt snakk og sælgæti með sér.
Endilega fjölmennið og látið berast til allra sem að hafa áhuga.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)