Sveitakeppni drengja 15 ára og yngri
22.8.2012 | 08:45
Golfklúbbur Sauđárkróks sendi sveit vaskra drengja til keppni í Sveitakeppni Golfsambands Íslands í flokki 15 ára og yngri sem haldin var á Jađarsvelli dagana 17.-19.ágúst s.l. Ţeir sem skipuđu sveitina voru ţeir Atli Freyr Rafnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hlynur Freyr Einarsson, Jónas Már Kristjánsson og Pálmi Ţórsson. 20 liđ voru mćtt til leiks í ţessa keppni. Fyrirkomulagiđ er ţannig ađ fyrsta daginn er leikinn höggleikur sem rćđur ţví í hvađa riđli sveitin keppir nćstu tvo daga. Í hverri umferđ eru 4 kylfingar sem spila en 2 hvíla. Úrslitin úr höggleiknum voru ţannig ađ Elvar Ingi lék á 78 höggum, Hlynur Freyr á 80 höggum og Jónas Már á 86 höggum og ţađ voru ţeirra skor sem töldu. Atli Freyr spilađi einnig í höggleiknum en hans skor taldi ekki, en í höggleiknum ţá telja ţrjú bestu skorin hjá hverri sveit. Eftir ţennan hluta keppninnar vorum viđ í 8-9 sćti keppninnar en 4. mađur sveitarinnar sem var jöfn okkur var á betra skori og ţví varđ niđurstađan sú ađ sveitin lenti í 9.sćti og ţví í C riđli, en 4 sveitir eru í hverjum riđli. Á laugardegi og sunnudegi var síđan fyrirkomulagiđ holukeppni ţar sem leiknir eru 3 leikir í hverri umferđ ţ.e. tveir leikmenn úr hverri sveit spila svokallađan fjórmenning og hinir tveir spila sinn hvorn tvímenningsleikinn. Byrjađ var á ađ spila viđ Nesklúbbinn og ţar unnu Hlynur Freyr og Pálmi sinn leik í fjórmenningsleiknum en báđir tvímenningsleikirnir hjá Elvari Inga og Jónasi Má töpuđust. Seinni leikurinn á laugardeginum var á móti Golfklúbbi Hveragerđis og ţar sigrđađi Elvar Ingi í sínum leik en Atli Freyr tapađi í hinum tvímenningsleiknum, ţá tapađist einnig fjórmenningsleikurinn hjá Hlyni Frey og Hákoni Inga. Báđir leikirnir ţennan dag töpuđust ţví međ einum vinningi gegn tveimur. Á sunnudeginum voru einnig spilađar tvćr umferđir. Byrjađ var á ţví ađ spila viđ nágranna okkar á Dalvík og Ólafsfirđi sem voru međ sameiginlega sveit. Ţessi leikur var klárlega sá besti af okkar hálfu í keppninni enda ţekkjast kylfingar ţessara sveita mjög vel. Jónas Már og Atli Freyr spiluđu fjórmenninginn, en Elvar Ingi og Hlynur Freyr spiluđu sinn hvorn tvímenningsleikinn. Allar viđureignir í ţessum leik voru mjög spennandi en ađ lokum var landađ sigri í öllum leikjunum. Seinni leikurinn á sunnudeginum var gegn b sveit Golfklúbbs Akureyrar. Ţar léku í fjórmenningi ţeir Atli Freyr og Pálmi, en í tvímenningnum léku ţeir Hlynur Freyr og Elvar Ingi. Í ţessum leik var Hlynur Freyr sá eini sem landađi sigri en hinir leikirnir töpuđust. Sveit GSS varđ ţví í 14. sćti í ţessari keppni. Ţađ var virkilega gaman ađ fylgjast međ ţessari keppni og allir keppendur voru ađ spila mjög vel og ţađ er mikil sprenging í unglingagolfi um land allt.
Fjölmargar myndir úr ćfingahring drengjanna er ađ finna hér á myndasíđunni
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppskeruhátíđ
19.8.2012 | 22:05
Viljum bara minna á uppskeruhátíđ golfskóla Golfklúbbs Sauđárkróks verđur á morgun mánudaginn 20.ágúst kl.17:00 í golfskálanum.
Viđ viljum hvetja alla til ađ mćta allir fá glađning
Foreldrar eru hvattir til ađ mćta međ börnunum
Íţróttir | Breytt 20.8.2012 kl. 08:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Meistaramót byrjenda
13.8.2012 | 16:54
Meistarmót byrjenda GSS var haldiđ mánudaginn 13.ágúst á Hlíđarendavelli. 5 ţátttakendur mćttu til leiks ađ ţessu sinni en ţađ voru ţau Helgi Hrannar Ingólfsson, Maríanna Ulriksen, Hildur Heba Einarsdóttir, Telma Ösp Einarsdóttir og Anna Karen Hjartardóttir. Eftir skemmtilega keppni var ţađ Telma Ösp sem stóđ uppi sem sigurvegari, í öđru sćti varđ Maríanna Ulriksen, í ţriđja sćti varđ Hildur Heba, fjórđi varđ síđan Helgi Hrannar og í ţví fimmta varđ síđan Anna Karen.
Hćgt er ađ sjá myndir frá verđlaunaafhendingu á myndasíđunni hér til hliđar
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Byrjendamót og uppskeruhátíđ
10.8.2012 | 08:27
Vildi bara minna á ađ byrjendamót barna og unglinga verđur haldiđ n.k. mánudag 13.ágúst og hefst kl.10:00.
Höggleikur verđur leikinn í einum opnum flokki 9 holur af rauđum teigum - og verđlaun fyrir 3 efstu sćtin og jafnvel eitthvađ meira ..
Gott vćri ađ senda mér upplýsingar um skráningu í ţađ svo ţarf ađ mćta a.m.k. kl.9:45.
Verđlaunaafhending verđur ađ móti loknu.
Uppskeruhátíđin verđur síđan mánudaginn 20.ágúst og hefst hún kl.17:00 í golfskálanum.
Viđ viljum hvetja alla sem hafa veriđ í golfskólanum í sumar ađ mćta ţví allir fá glađning J
Svo er náttúrulega bongóblíđa alla daga ţó logniđ mćtti fara hćgar yfir !
Ţađ er ţví um ađ gera ađ spila og ćfa eins og hćgt er .
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.móti Norđurlandsmótarađarinnar á Ólafsfirđi lokiđ
3.8.2012 | 21:40
3.mótiđ í Norđurlandsmótaröđ barna og unglinga var haldiđ á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirđi ţriđjudaginn 31.júlí - S1 mótiđ. Um 80 ţáttakendur voru í ţessu móti. Ađ venju fór hópur frá Golfklúbbi Sauđárkróks á mótiđ. Ţađ voru ţau Sigríđur Eygló Unnarsdóttir, Aldís Ósk Unnarsdóttir, Hekla Kolbrún Sćmundsdóttir, Matthildur Kemp Guđnadóttir, Hildur Einarsdóttir, Thelma Einarsdóttir, Arnar Geir Hjartarson, Hlynur Freyr Einarsson, Pálmi Ţórsson og Elvar Ingi Hjartarson. Ţau stóđu sig öll mjög vel en til verđlauna unnu eftirfarandi: í flokkum 17-18 ára sigrđađi Arnar Geir Hjartarson og Sigríđur Eygló Unnarsdóttir varđ í 2.sćti. í flokki 15-16 ára varđ Aldís Ósk Unnarsdóttir í 3.sćti og í flokki 14 ára og yngri sigrađi Matthildur Kemp Guđnadóttir. Hćgt er ađ sjá myndir hér á myndasíđunni. Ţá er einnig búiđ ađ uppfćra stigagjöfina á síđu mótarađarinnar nordurgolf.blog.is. Síđasta mótiđ í mótaröđinni verđur síđan á Akureyri sunnudaginn 2.september en ţar verđa jafnfram krýndir Norđurlandsmeistarar í öllum flokkum.
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Einvígiđ barna og unglinga á Króknum
26.7.2012 | 22:46
Einvígi ( shoot-out ) barna og unglinga hjá Golfklúbbi Sauđárkróks var haldiđ á Hlíđarendavelli fimmtudaginn 26.júlí. Alls voru 12 ţátttakendur í mótinu sem fór fram í ágćtis veđri. Fyrirkomulagiđ er ţannig ađ allir spila fyrstu brautina og sá sem slćr flest höggin á henni dettur út en hinir halda áfram á nćstu braut og síđan koll af kolli ţar til einn stendur eftur. Verđi 2 eđa fleiri jafnir á hverri holu ţá verđa ţeir ađ heyja einvígi sem getur veriđ langt pútt, vipp af löngu eđa stuttu fćri, högg úr sandglompu osfrv. Ţau sem tóku ţátt voru ţau Hákon Ingi Rafnsson, Matthildur Kemp Guđnadóttir, Aldís Ósk Unnarsdóttir, Jónas Már Kristjánsson, Elvar Ingi Hjartarson, Pálmi Ţórsson, Hekla Kolbrún Sćmundsdóttir, Arnar Freyr Guđmundsson, Maríanna Ulriksen, Jóhann Ulriksen, Arnar Ólafsson og Anna Karen Hjartardóttir. Ţetta er í fyrsta skiptiđ sem ţetta mót er haldiđ en stefnt er ađ ţví ađ ţetta verđi árlegur viđburđur hjá klúbbnum. Er skemmst frá ţví ađ segja ađ mótiđ var stórskemmtilegt og á síđustu holunni voru ţađ ţau Hekla Kolbrún Sćmundsdóttir og Elvar Ingi Hjartarson sem stóđu eftir. Bćđi áttu ţau ágćt upphafshögg og Elvar sló fyrstur, var svona 10 metrum of stuttur frá flöt en Hekla sló frábćrt högg af um 150 metra fćri og setti um 1,5 metra frá stöng og tryggđi sér par á holunni og ţar međ sigurinn á mótinu.
Hćgt er ađ sjá myndir af keppendum á myndasíđunni
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţriđja mótiđ í Norđurlandsmótaröđinni á Ólafsfirđi - Opna S1 mótiđ
24.7.2012 | 11:50
Ţriđja mótiđ í Norđurlandsmótaröđinni - S1 mótiđ - verđur á Ólafsfirđi ţriđjudaginn 31.júlí n.k.
Skráning er ţegar hafin á golf.is en einnig er hćgt ađ skrá sig í síma 863-0240 eđa á netfangiđ golfkl@simnet.is.
Nú er um ađ gera ađ fjölmenna á Ólafsfjörđ
Vegna ţessa móts fellur golfskólinn niđur ţennan dag.
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslandsmóti unglinga í höggleik lokiđ
23.7.2012 | 14:36
Íţróttir | Breytt 30.7.2012 kl. 09:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Meistaramóti barna og unglinga lokiđ
14.7.2012 | 22:04
Meistaramót barna og unglinga GSS var haldiđ dagana 9-11 júlí s.l.
Keppt var í ýmsum flokkum og spiluđu 14 ára og eldri 54 holur en 12 ára flokkurinn spilađi 27 holur.
Hćgt er ađ sjá myndir frá verđlaunaafhendingunni á myndasíđunni hér til hliđar.
Úrslit urđu ţessi:
Drengir 12 ára og yngri: | |
1.Hákon Ingi Rafnsson | 144 högg |
2.Viktor Kárason | 206 högg |
Drengir 14 ára og yngri: | |
1.Elvar Ingi Hjartarson | 250 högg |
2.Pálmi Ţórsson | 287 högg |
Stúlkur 15-16 ára: | |
1.Aldís Ósk Unnarsdóttir | 279 högg |
2.Hekla Kolbrún Sćmundsdóttir | 288 högg |
3.Matthildur Kemp Guđnadóttir | 289 högg |
Drengir 15-16 ára: | |
1.Hlynur Freyr Einarsson | 245 högg |
2.Atli Freyr Rafnsson | 269 högg |
3.Jónas Már Kristjánsson | 276 högg |
Drengir 17-18 ára: | |
1.Arnar Geir Hjartarson | 236 högg |
2.Ţröstur Kárason | 293 högg |
Íţróttir | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Meistaramót barna-og unglinga
5.7.2012 | 14:30
Meistaramót barna-og unglinga GSS
Verđur haldiđ 9.-11. júlí n.k.
Mótiđ er kynja-og aldursskipt.
Keppt verđur í eftirtöldum flokkum
17-18 ára stúlkur rauđir teigar - 54 holur
17-18 ára drengir gulir teigar 54 holur
15-16 ára stúlkur rauđir teigar - 54 holur
15-16 ára drengir gulir teigar - 54 holur
14 ára og yngri stúlkur rauđir teigar - 54 holur
14 ára og yngri drengir rauđir teigar - 54 holur
12 ára og yngri stúlkur rauđir teigar 27 holur
12 ára og yngri drengir rauđir teigar 27 holur
Byrjendur stúlkur rauđir teigar 18 holur
Byrjendur drengir rauđir teigar 18 holur
Gert er ráđ fyrir ađ 12 ára og yngri flokkarnir spili frá kl.10 keppnisdagana.
Byrjendaflokkar spili ţriđjudag 10.júlí (9) og miđvikudag 11.júlí (9)
Eldri flokkar spila eftir hádegi og finna sér rástíma fyrsta daginn.
Leyfilegt er ađ eldri flokkar spili saman fyrsta dag en hina tvo verđur rćst út eftir besta skori.
Hćgt er ađ skrá sig á www.golf.is eđa í golfskálanum
Verđlaunaafhending verđur síđan á miđvikudaginn í mótslok.
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)