Einvígið barna og unglinga á Króknum

Hekla sigraði með glæsibragEinvígi ( shoot-out ) barna og unglinga hjá Golfklúbbi Sauðárkróks var haldið á Hlíðarendavelli fimmtudaginn 26.júlí.  Alls voru 12 þátttakendur í mótinu sem fór fram í ágætis veðri. Fyrirkomulagið er þannig að allir spila fyrstu brautina og sá sem slær flest höggin á henni dettur út en hinir halda áfram á næstu braut og síðan koll af kolli þar til einn stendur eftur. Verði 2 eða fleiri jafnir á hverri holu þá verða þeir að heyja einvígi sem getur verið langt pútt, vipp af löngu eða stuttu færi, högg úr sandglompu osfrv. Þau sem tóku þátt voru þau Hákon Ingi Rafnsson, Matthildur Kemp Guðnadóttir, Aldís Ósk Unnarsdóttir, Jónas Már Kristjánsson, Elvar Ingi Hjartarson, Pálmi Þórsson, Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Maríanna Ulriksen, Jóhann Ulriksen, Arnar Ólafsson og Anna Karen Hjartardóttir.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta mót er haldið en stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður hjá klúbbnum. Er skemmst frá því að segja að mótið var stórskemmtilegt og á síðustu holunni voru það þau Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir og Elvar Ingi Hjartarson sem stóðu eftir.  Bæði áttu þau ágæt upphafshögg og Elvar sló fyrstur, var svona 10 metrum of stuttur frá flöt en Hekla sló frábært högg af um 150 metra færi og setti um 1,5 metra frá stöng og tryggði sér par á holunni og þar með sigurinn á mótinu.

Hægt er að sjá myndir af keppendum á myndasíðunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband