Golfævintýri á Dalvík
12.6.2011 | 09:26
Viljum minna á að skráning á golfævintýrið á Dalvík þarf að liggja fyrir í síðasta lagi n.k. þriðjudag 14.júní. Vinsamlega sendið skráningu á hjortur@fjolnet.is eða í síma 8217041.
Sjá meðf.viðhengi - auglýsing um golfævintýrið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Golfæfing fellur niður... en golfskólinn byrjar !
4.6.2011 | 17:50
Golfæfingin sunnudaginn 5.júní fellur niður. Það verða því ekki fleiri helgaræfingar að sinni þar sem að golfskólinn byrjar mánudaginn 6.júní kl.10:00.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kynningarfundur vegna golfskólans
30.5.2011 | 20:33
Barna- og unglingaráð Golfklúbbs Sauðárkróks boðar til kynningarfundar vegna golfskólans miðvikudaginn 1. júní n.k.
Allir þeir sem að ætla að vera með í golfskólanum í sumar mæti kl.17:00 á æfingasvæðið og hafi með sér golfsettin sín, einnig verður hægt að fá lánaðar kylfur.
Það verður tekin klukkutíma æfing og síðan færum við okkur upp í golfskálann kl.18:00 og þá væri gott að foreldrarnir bættust í hópinn.
Einnig er hægt að sleppa æfingunni og mæta bara beint á fundinn kl.18:00.
Golfkennarinn okkar í sumar, Richard Hughes, stjórnar æfingunni og hann ætlar síðan að fara yfir starfið í sumar.
Eins og áður hefur komið fram þá verður golfskólinn starfræktur frá 7.júní og fram í ágúst mánudaga til fimmtudaga ( báðir dagar meðtaldir ).
Forráðamenn klúbbsins verða líka á fundinum og fara yfir starfsemi klúbbsins í sumar.
Við viljum hvetja alla til að mæta á þennan kynningarfund okkar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Golfkennsla - upplýsingar
22.5.2011 | 17:35
Netfangið hjá Richard Hughes golfkennara er grhgolfpro@yahoo.co.uk - sendið honum upplýsingar um markmið og væntingar sumarsins.
Minni svo bara á næstu æfingar. Miðvikudagur 25.maí kl.17-19 og sunnudaginn 29.maí kl.13-15
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Golfskólinn 2011 - upplýsingar
21.5.2011 | 21:39
Við viljum benda á að það er búið að setja inn nýjar upplýsingar um golfskólann og starfið hér vinstra megin á síðunni undir "Golfskólinn". Þar er komið nýtt skjal - "Golfupplýsingar 2011". Endilega kynnið ykkur það sem þar er að finna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aukaæfing
17.5.2011 | 13:53
Aukaæfing verður á æfingasvæðinu miðvikudaginn 18.maí kl. 17-19.
Nýji golfkennarinn okkar, Richard Hughes, verður með golfæfingu miðvikudaginn 18.maí kl.17-19
Svo verður einnig æfing n.k. sunnudag kl.13.
Við viljum hvetja alla til að mæta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Golfskólinn
12.5.2011 | 09:01
Golfskóli Golfklúbbs Sauðárkróks hefst þriðjudaginn 7.júní n.k. og stendur fram í ágúst
8-11 ára verða mánudaga fimmtudaga kl. 10-12
12-16 ára verða mánudaga fimmtudaga kl. 10-15
Kennari í golfskólanum í sumar verður Gwyn Richard Hughes sem að einnig kemur til með að sjá um einkakennslu hjá klúbbnum.
Golfæfingar eru þegar hafnar og verða alla sunnudaga kl.13-15 þar til golfskólinn hefst.
Skráning fer fram á netfangið hjortur@fjolnet.is eða í síma 8217041.
Sumargjald í golfskólann er:
8-11 ára greiða 15.000,-
12-16 ára greiða 20.000,-
Unglingaráð GSS
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Golfæfingar í maí
6.5.2011 | 10:53
Við ætlum að vera með golfæfingar á hverjum sunnudegi kl.13:00-15:00 út maí mánuð. Næsta æfing er því sunnudaginn 8.maí.
Golfkennarinn kemur til okkar um miðjan mánuðinn og verður vonandi með fyrstu æfinguna sunnudaginn 15.maí. Hugsanlega breytist æfingaplanið fyrir maí mánuð þá.
Golfskólinn hefst síðan formlega þriðjudaginn 7.júní.
Íþróttir | Breytt 8.5.2011 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Næsta útiæfing
1.5.2011 | 21:18
Það var flott æfing í dag hjá okkur á æfingasvæðinu.
Árni Jónsson er hins vegar í bænum þessa dagana og hann ætlar að vera með æfingu hjá okkur þriðjudaginn 3.maí n.k. kl.17:00.
Við viljum hvetja alla að notfæra sér þetta tækifæri.
Látið það berast...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útiæfing
30.4.2011 | 19:46
Fyrsta formlega útiæfingin verður haldin á æfingasvæðinu á Hlíðarendavelli sunnudaginn 1. maí og hefst kl.13:00. Við hvetjum alla sem tök hafa á að mæta og fara nú að setja sig í gírinn fyrir golfsumarið sem er handan við hornið. Endilega látið þetta berast.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)