Færsluflokkur: Íþróttir

Íþróttamaður Skagafjarðar 2009 valinn

Helga, Oddur og ArnarÍþróttamaður Skagafjarðar var útnefndur 28.desember s.l.  við hátíðlega athöfn í húsi frítímans á  Sauðárkróki.  Það var UMSS ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði sem að stóð að kjörinu.  Þá voru einnig ungu og efnilegu íþróttafólki veittar viðurkenningar.

Golfklúbburinn átti þrjá fulltrúa við athöfnina.  Oddur Valsson var tilnefndur sem til kjörs íþróttamanns Skagafjarðar frá Golfklúbbnum og síðan fengu þau Helga Pétursdóttir og Arnar Geir Hjartarson viðurkenningar sem efnilegir íþróttamenn.

Oddur Valsson varð í 3. sæti í kjörinu um íþróttamann Skagafjarðar árið 2009, en hann var klúbbmeistari s.l. sumar. Oddur var einnig í silfurliði  í sveitakeppni GSÍ 16-18 ára í sameiginlegri sveit klúbbanna á Norðurlandi.

Það var hins vegar Bjarni Jónasson hestaíþróttamaður úr Léttfeta sem að var valinn íþróttamaður Skagafjarðar fyrir árið 2009.

Golfklúbburinn óskar Bjarna til hamingju með útnefninguna og öllum þeim íþróttamönnum sem að fengu viðurkenningar til hamingju með árangurinn.


Mataræði fyrir kylfinga

Rakst á þessa grein um mataræði fyrir kylfinga:

Trefjarík fæða hefur hægara niðurbrot/upptöku sem þýðir að orkan
sem við fáum úr fæðunni endist okkur lengur og hjálpar til við að halda
blóðsykrinum í jafnvægi
sem er alveg málið ef við viljum forðast það að
orkan sé að detta niður og valda okkur þreytutilfinningu eða einbeitingarleysi.

Trefjar veita góða mettun án þess að vera kaloríuríkar og geta þess vegna verið frábærar fyrir þá sem eru að reyna að léttast. Grænmeti, ávextir og heilhveiti innihalda líka mikið magn vítamína og steinefna sem eru mikilvæg til að viðhalda jafnri orku og góðri heilsu. 20-35 gr af trefjum er dagsskammturinn og ætti að koma frá blöndu af mismunandi mætvælum. Skoðið velGI listann (blóðsykurstöðull) því kolvetni sem eru fersk, lítið unnin og næringarrík eru líka oft mjög trefjarík og því gott val.



Matvæli sem gott er að hafa á matseðlinum, daglega!
- Heilhveiti, spelt, grófkorna eða próteinbættar hveitiafurðir
 -Brún grjón
- Ferska ávexti, með hýðinu
- Ferskt grænmeti
- Rúsínur
- Baunasúpur
- Rúsínu haframjöl kökur (bakaðu sjálf, sjá uppskrift á matseðli)
- Trefjaríkt og sykursnautt morgunkorn

Golf krefst jafnrar og góðrar orku í þann tíma sem þið eruð að spila. Kolvetni með
lágt GI gildi eru málið og algerlega ber að forðast sætindi, gosdrykki og önnur einföld
kolvetni þar sem þau hækka blóðsykurinn mjög skarpt og síðan er það fallið sem þið
finnið fyrir eftir u.þ.b. klukkustund. Lágur blóðsykur þýðir þreyta, einbeitingarleysi og
sljóleiki, ekki eitthvað sem þið viljið upplifa á vellinum. Skoðið vel listann yfir GI gildi
matvælanna og veljið eftir því. 

KOLVETNI_blóðsykurstöðull

Blóðsykurstöðull matvæla er mælikvarði á áhrif kolvetna á blóðsykurinn. Kolvetni sem hafa stuttan niðurbrotstíma (hátt GI gildi) í meltingarferlinu leysa mikið magn glúkósa hratt út í blóðrásina sem hefur áhrif á blóðsykurinn.

Fæða með lágan blóðsykurstöðul brotnar hægar niður í meltingunni, leysir minna magn af glúkósa úr í blóðrásina og hefur því gríðarlega mikil áhrif á hluti eins og sykurlöngun, orkuflæði yfir daginn, mettun eftir máltíðir og matarlyst.

Talið er að kolvetni með lág Gi gildi geti komið betra jafnvægi á fitubrennslueiginleika líkamanns og hefur þar með bein áhrif á fitusöfnun.

Tímasetning máltíðanna og rétt val á kolvetnum eru þau tvö atriði sem hafa lang mest áhrif á það hvort þú sért að léttast eða ekki.......

Kostir mataræðið með lágt Gi gildi eru augljósir. Kolvetni með lágt gildi eru almennt næringarríkari, náttúrulegri, minna unnin og ferskari er kolvetni með hátt gildi. Það eru þó undantekningar á þessu og hugmyndin með þessu er að þið séuð meðvitaðri og veljið hollari fæðu sem hefur jákvæð áhrif á líkamann.

Kolvetni eru með lágt gildi/miðlungs hátt og hátt. Þessi kolvetni sem ég er að telja upp hérna eru öll með mjög lágan stöðul en það er ekki þar með sagt að þið getið ekki verið að borða nein önnur kolvetni. Veljið gildi um og undir 50
Munið að ALLT grænmeti hefur lágan stöðul og hentar því frábærlega fyrir ykkur!

Matur

GI gildi

Sætar kartöflur

44

Kartöflur

57

Forsoðnar kartöflur

65

Kartöflumús (án sykurs)

70

Franskar

75

Bakaðar kartöflur

85

Tilbúin katöflumús

86

Rauðar nýjar kartöflur

88


Uppskeruhátíðin var haldin 20. sept.

Hópurinn á uppskeruhátíðinniGolfklúbbur Sauðárkróks hélt uppskeruhátíð vegna barna-og unglingastarfs sumarsins sunnudaginn 20. september s.l. á Hlíðarendavelli.  Iðkendur sumarsins mættu kl.13 ásamt a.m.k. einu foreldri og var byrjað á því að spila saman þrjár holur með svokölluðu „greensome“ fyrirkomulagi.  Báðir aðilar slógu upphafshögg og síðan var betra upphafshöggið valið og iðkandi og foreldri slógu til skiptis eftir það. Fín stemming var og alls voru þetta í kringum 30 spilarar sem létu rigninguna ekkert á sig fá. 

Í þessum létta leik voru það mæðginin Arnar Geir Hjartarson og Katrín Gylfadóttir sem að urðu hlutskörpust, þ.e. slógu fæst högg !

 

Síðan var komið að sjálfri uppskeruhátíðinni.  Allir kylfingar fengu viðurkenningarskjal fyrir sumarið og gjöf.  Þröstur Kárason og Jóhannes Friðrik Ingimundarson fengu verðlaun fyrir góðu ástundun og áhuga. Þá fékk Jónas Már Kristjánsson fékk sérstök jákvæðniverðlaun.

Þá var í fyrsta skipti veittur „Hugarfarsbikarinn“ en þau fær sá kylfingur sem er til fyrirmyndar golfíþróttinni og golfklúbbnum bæði innan vallar sem utan.  Þennan bikar hlaut Arnar Geir Hjartarson.  Matthildur, Helga, Ingvi og Arnar Geir

Því næst voru veitt verðlaun fyrir mestu framfarir sumarsins í stelpu- og strákaflokkum.  Í stelpnaflokknum hlaut Matthildur Kemp Guðnadóttir þau verðlaun en í strákaflokknum var það Arnar Geir Hjartarson. 

Þá var komið að því að veita verðlaun fyrir besta kylfing sumarsins.  Í stelpnaflokki varð Helga Pétursdóttir fyrir valinu og í strákaflokknum varð það Ingvi Þór Óskarsson.

 

Að lokum þakkaði Pétur Friðjónsson formaður unglingaráðs öllum þeim fjölmörgu sem að komið hafa að starfinu í sumar fyrir gott starf, bæði Ólafi Gylfasyni sem var kennari hjá okkur í sumar og líka þeim fjölmörgu foreldrum sem að hjálpuðu til, hvort sem var við skipulagningu og aðstoð í mótum eða við fjáröflun s.s. kökubasar og kleinubakstur. Þá þakkaði hann einnig þeim fjölmörgu fyrirækjum sem að studdu svo dyggilega við bakið á okkur í sumar.

 

Það er ljóst að sumarið í ár var um margt eftirminnilegt.   Við héldum Nýprent mótið okkar í byrjun júlí og hefur það aldrei verið fjölmennara.  Unglingalandsmót var haldið í golfinu hjá okkur um verslunarmannahelgina og hefur aldrei verið meiri þátttaka í golfinu en á mótinu í sumar.  Krakkarnir voru dugleg að mæta á mótin á Norðurlandsmótaröðinni, bæði á Dalvík, Ólafsfirði og á Akureyri og náðu þau mjög góðum árangri á þeim mótum og unnu til fjölda verðlauna.  Við eignuðumst tvo Norðurlandsmeistara í þessari mótaröð, áttum sigurvegara á Unglingalandsmótinu ásamt fjölda annarra verðlauna þar einnig og svo mætti lengi telja. 

Það fóru keppendur frá klúbbnum í íslandsmeistaramót í höggleik sem að haldið var í Hafnarfirði í júlí og náðu sér þar í dýrmæta reynslu.

Svo má náttúrulega ekki gleyma því að við sendum 2 ½ sveit í sveitakeppni unglinga.  Vorum með strákasveit í sveitakeppni 16 ára á Kiðjabergi, stelpurnar í sama aldursflokki kepptu hins vegar á Flúðum.  Þá vorum við með tvo af fjórum í sameiginlegri sveit stráka 17-18 ára sem að keppti einnig á Flúðum.

Í byrjun september fjölmenntum við síðan á Skagaströnd og héldum þar bændaglíma og var sú ferð mjög skemmtileg.

 

Langt og strangt sumar er því að baki en það er enn hægt að spila golf á Hlíðarenda og haustið búið að vera flott til golfiðkunar.

Síðan er bara að halda áfram að byggja sig upp líkamlega og viðhalda sveiflunni.

Stefnan er að reyna að fá einhverja inniaðstöðu þannig að við getum byrjað að sveifla aftur snemma á nýju ári.

 

Það eru komnar nýjar myndir frá uppskeruhátíðinni í myndaalbúmið

 

/hg


Uppskeruhátíðin verður 20.sept.

Ákveðið hefur verið að halda uppskeruhátíð fyrir barna- og unglingastarf Golfklúbbs Sauðárkróks sunnudaginn 20. september n.k.Hópurinn tilbúinn á 1. teig

Mæting er kl.13 og ætlast er til að foreldrar mæti með börnum sínum.  Við ætlum að eiga skemmtilegan dag þar sem að foreldrar og börn spila saman nokkrar holur og síðan verður sjálf uppskeruhátíðin þegar því er lokið með tilheyrandi veitingum.  Svo er bara að klæða sig eftir veðri en veðurspáin er reyndar ágæt fyrir helgina.  Áætlað er þessu ljúki um kl.16.

Við viljum hvetja alla þá sem að hafa tekið þátt í barna-og unglingastarfinu hjá okkur í sumar að mæta.  Endilega að láta sem flesta vita af þessu.


Uppskeruhátíð

Púttað á 5. flöt !!Stefnt er að því að vera með uppskeruhátíð sunnudaginn 20.september n.k.

Nánar verður auglýst síðar, svo fylgist endilega með.


Bændaglíma á Skagaströnd

Það var glaðbeittur hópur sem að lagði af stað frá golfskálanum kl.10.  Var ferðinni heitið á Háagerðisvöll við Skagaströnd. Veðurguðirnir voru í sínu bestu skapi. Sólskin og ekki bærðist hár á höfði.

Við fengum góðar móttökur hjá vinum okkar á Skagaströnd.  Ákveðið var að slá upp bændaglímu og skipta í tvö lið. Bændur voru valdir, og fyrir valinu voru "aldursforsetarnir" þeir Ingvi Þór og Arnar Geir. En liðin voru þannig skipuð: Liðið hans Ingva ásamt honum voru: Elvar Ingi Hjartarson, Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir, Hlynur Freyr Einarsson, Björn Ingi Ólafsson og Viktor Kárason. Í liði Arnars Geirs voru ásamt honum: Þröstur Kárason, Atli Freyr Rafnsson, Jóhann Ulriksen, Hákon Ingi Rafnsson, Pálmi Þórsson og Maríanna Ulriksen. 

Síðan var farið á teig og raðað var niður í 3-4 manna holl. Spilaðar voru 9 holur nema þau yngstu spiluðu 6 holur.  Fjögur bestu skorin töldu í keppninni.  Eins og áður sagði lék veðrið við keppendur og spiluðum við þetta bara í rólegheitum. Nokkrir fullorðnir spiluðu einnig og höfðu ekki síður gaman af en ungviðið.

Keppninni var lokið um tvö leytið og þá var brunað í Kántrýbæ í pizzuhlaðborð sem að beið okkar þar. Þar voru tilkynnt úrslit í bændaglímunni sem urðu á þann veg að liðið hans Ingva sigraði nokkuð örugglega.  Allir voru orðnir svangir, bæðir ungir og fullorðnir og var vel tekið á pizzunum.  En þegar því lauk þá fóru allir út fyrir þar sem að stórskemmtilegur mini-golfvöllur er á flötinni fyrir utan. Þar var spilað um stund og greinilega var enginn búinn að fá nóg af golfinu.

Að þessu loknu héldu  sumir heim á leið en hinir fóru í smá útsýnisferð upp í Höfða við Skagaströnd þar sem að gott útsýni er til allra átta og útsýnisskífa.  Um stórskemmtilega gönguleið er að ræða og ekki spillti fyrir að allt var þarna krökkt af berjum.  Þetta var góður endir á flottum degi sem að tókst í alla staði mjög vel og skemmtu allir sér hið besta.  Við vorum síðan komin til baka á Krókinn um kl.17.  

Ég vil hvetja alla sem að ekki hafa spilað Háagerðisvöll við Skagaströnd að drífa í því sem allra fyrst því að þarna er sannarlega um perlu að ræða. Völlurinn er fjölbreyttur, fallegur og mjög vel hirtur.

20 manns fóru í þessa ferð og viljum við þakka þeim sem að fóru á bílum sínum og gerðu þessa ferð mögulega.

Myndir frá ferðinni koma síðan fljótlega á myndasíðuna

/hg


Skagaströnd á morgun, laugardaginn 5.sept.

Ákveðið hefur verið að fara og spila golf á Skagaströnd á morgun.  Við ætlum að hittast og fara frá golfskálanum kl.10. 

Við ætlum að spila 9 holur á hinum stórskemmtilega velli þeirra Skagstrendinga.

Nú þegar hafa 12 skráð sig til fararinnar auk bílstjóra / foreldra.

Við ætlum síðan að fá okkur pizzu í Kántrýbæ að leik loknum. Hafið því með ykkur 500,- í pizzupott.

Ef þið hafið ekki skráð ykkur þegar til fararinnar þá hafið samband við Hjört í síma 8217041

 


Norðurlandsmótaröðin

Stoltir Norðurlandsmeistarar 

Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröðinni var haldið á Akureyri sunnudaginn 30.ágúst s.l.  í lok þess voru veitt verðlaun í heildarstigakeppni mótaraðarinnar.  Að þessari mótaröð standa Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Húsavíkur, Golfklúbburinn Hamar á Dalvík, Golfklúbbur Ólafsfjarðar og Golfklúbbur Sauðárkróks. Mót voru haldin á Dalvík, Sauðárkróki, Ólafsfirði og lokamótið á Akureyri.  Þátttakan í þessum mótum var mjög góð, í fyrsta mótinu voru 77 og í því síðasta 120.  Þessi mótaröð er klárlega komin til með að vera og það má segja að það hafi orðið golfsprengja á Norðurlandi nú í sumar. 

Ákveðið var að hafa stigakeppni í öllum mótum þar sem að 3 bestu mótin töldu hjá keppendum.

Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist 2 Norðurlandsmeistara þetta árið og komu þeir báðir í flokki 11 ára og yngri. Matthildur Kemp Guðnadóttir sigraði á þremur mótum af fjórum og varð því Norðurlandsmeistari með fullt hús stiga. Elvar Ingi Hjartarson sigraði á öllum mótunum fjórum í sama flokki og varð því líka Norðurlandsmeistari með fullt hús stiga.

Ingvi Þór Óskarsson varð síðan í öðru sæti í heildarstigakeppni í flokki 14 - 16 ára.  GSS átti einnig aðra keppendur á topp 10 listanum í öðrum flokkum.  Hægt er að sjá heildarniðurstöðu í stigakeppninni á nordurgolf.blog.is.

/hg


Greifamótið á Akureyri - síðasta mótið í mótaröðinni

Minna gengið okkar

Síðasta mótið í mótaröðinni okkar á Norðurlandi var haldið sunnudaginn 30.ágúst á Akureyri - Greifamótið.  Metþátttaka var eða í kringum 120 þátttakendur og bættust við nýjir keppendur frá golfklúbbnum á Grenivík sem að ekki hefur sent keppendur fyrr á mótaröðina.  Mótið tókst í alla staði mjög vel og var Jaðarsvöllur á Akureyri mjög glæsilegur í alla staði. Golfklúbbur Sauðárkróks sendi 18 keppendur til leiks og stóðu þau sig öll með sóma eins og við var að búast. Hægt er að sjá heildarniðurstöðu mótsins á www.golf.is en þau sem að unnu til verðlauna af okkar fólki voru:

Hlynur í 1. sæti í byrjendaflokki

Í byrjendaflokki sigraði Hlynur Freyr Einarsson, í flokki 11 ára stráka sigraði Elvar Ingi Hjartarson og Arnar Ólafsson varð í 3. sæti, eftir að hafa farið í bráðabana um 2. sætið.  Í flokki 11 ára stelpna varð Matthildur Kemp Guðnadóttir í 2. sæti eftir að hafa tapað í bráðabana um 1. sætið. 

Helga vann sinn flokk

 

 

Í flokki 14-16 ára stelpna sigraði Helga Pétursdóttir og í flokki 14-16 ára stráka varð Ingvi Þór Óskarsson í 2. sæti og Arnar Geir Hjartarson varð í 3.sæti.

 Að loknu mótinu var púttkeppni í öllum flokkum og þar sigrðu Helga Pétursdóttir og Arnar Geir Hjartarson í sínum aldursflokkum.

stóru strákarnir okkar, Ingvi í 2.sæti og Arnar í 3.

Fjölmargir foreldrar mættu á þetta mót eins og önnur mót í sumar og er mjög ánægjulegt hvað foreldrar eru duglegir að taka þátt í starfinu og styðja sín börn.

 

 

Myndir sem að teknar voru á mótinu er að finna á myndasíðunni en ef að einhver er með fleiri myndir þá endilega senda þær á hjortur@fjolnet.is

 /hg


Æfing á morgun föstudag 28.ágúst

Óli kemur á morgun föstudag og ætlar að vera með æfingu kl 16.

Við viljum hvetja alla til að mæta og sérstaklega þau sem að ætla að taka þátt í mótinu á Akureyri á sunnudaginn.   En þegar þetta er skrifað hafa 108 skráð sig til leiks, af því eru 16 þátttakendur frá GSS.

Skráningarfrestur er til hádegis á morgun föstudag á www.golf.is

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband