Lokamót Norðurlandsmótaraðarinnar á Akureyri

Lokamót Norðurlandsmótaraðarinnar - Greifamótið - fór fram sunnudaginn 29.ágúst á Jaðarsvelli á Akureyri.  Rúmlega 80 þáttakendur voru á mótinu og átti Golfklúbbur Sauðárkróks 12 keppendur í flestum flokkum.  Hægt er að sjá heildarniðurstöðu mótsins í öllum flokkum á www.golf.is .

Í mótslok voru síðan Norðurlandsmeistarar krýndir. Hægt er að sjá upplýsingar um endanlega stigagjöf keppenda á heimasíðu mótaraðarinnar nordurgolf.blog.is en fjögur mót voru haldin og þrjú af þeim bestu töldu síðan.

Þeir keppendur frá Golfklúbbi Sauðárkróks sem að hlutu verðlaun á Greifamótinu voru:

Í flokki 15-16 ára stúlkna sigraði Sigríður Eygló Unnarsdóttir

Í flokki 15-16 ára stráka varð Arnar Geir Hjartarson í 2. sæti eftir bráðabana.

Í flokki 17-18 ára stráka varð Ingvi Þór Óskarsson í 3. sæti.

Myndir af mótinu koma inn á síðuna síðar í vikunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband