Opna S1 mótið á Ólafsfirði

IMG 7512Opna S1 mótið á Ólafsfirði var haldið þriðjudaginn 19. júlí. Að venju sendi Golfklúbbur Sauðárkróks fjölmarga keppendur til leiks í flestum flokkum. Mótið var þriðja mótið í Norðurlandsmótaröðinni okkar og þá er einungis mótið á Akureyri eftir þetta sumarið, en það verður einmitt haldið fyrsta sunnudag í september.

Bestum árangri náðu þau Arnar Geir Hjartarson, sem varð í öðru sæti í 15-16 ára flokknum, Aldís Unnarsdóttir, sem varð í öðru sæti í 14 ára og yngri flokknum eftir að hafa sigrað í bráðabana um það sæti. Þá varð Viktor Kárason í 3. sæti í flokki byrjenda.  Í vippkeppninni urðu síðan Hákon Ingi Rafnsson og Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir hlutskörpust í sínum flokkum. 

Myndir frá mótinu er að finna hérna á síðunni.

Það eru síðan fjölmörg mót framundan sem einhverjir kylfingar ætla að taka þátt í s.s. íslandsmót í holukeppni í Borgarnesi, íslandsmót í höggleik í Grafarholti í Reykjavík og svo ætla einhverjir að fara á unglingalandsmót sem haldið verður um verslunarmannahelgina á Egilsstöðum. Þá má ekki gleyma sveitakeppnunum sem er hápunktur sumarsins að margra mati.

Það er því nóg af golfi framundan, loksins þegar veðrið er farið að vera okkur hliðhollt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband