Kylfingar á ferđ og flugi....

Ţó ađ lítiđ hafi veriđ um mótahald á Norđurlandi upp á síđkastiđ ţá hafa unglingar GSS ekki setiđ auđum höndum.  Arnar Geir og Elvar Ingi tóku ţátt í íslandsmótinu í holukeppni sem ađ er hluti af Arion banka mótaröđ unglinga í Borgarnesi 26.júlí s.l. Arnar Geir varđ í 7-9 sćti eftir höggleikinn og komst ţar međ í 1 6 manna úrslit fyrir holukeppnina. Ţar keppti hann viđ sterkan kylfing úr GR og tapađi 3/2. Elvar Ingi komst hins vegar ekki í 16 manna úrslit.

Um verslunarmannahelgina fóru síđan Jónas Már, Pálmi, Elvar Ingi og Arnar Geir og kepptu í golfi á unglingalandsmótinu sem ađ fór fram á Egilsstöđum. Ekkjufellsvöll voru langflestir ađ spila í 1.skipti og kom hann skemmtilega á óvart og er mjög fjölbreyttur og öđruvísi en viđ eigum ađ venjast. 66 ţátttakendur voru skráđir ţar til leiks en 45 luku ţar keppni.  Arnar Geir sigrađi í 16-18 ára flokki, Jónas varđ í 8.sćti í 14-15 ára flokki, Elvar Ingi varđ í 4.sćti í flokki 11-13 ára og Pálmi varđ í 13.sćti í sama flokki.

Keppendur af Norđurlandi voru í meirihluta á ţessu móti og sýnir ţađ enn og aftur gróskuna í golfinu hér Norđanlands.

Um nćstu helgi verđur síđan íslandsmót í höggleik haldiđ í Grafarholti í Reykjavík og ţegar hafa nokkrir kylfingar skráđ sig til leiks frá GSS.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband