Barna- og unglingamót á Ólafsfirði

Keppendur frá GSS mættu í roki og rigningu til Ólafsfjarðar kl 8 um morgun að keppa í unglingamótaröð Norðurlands fyrir yngri kylfinga. Okkar fólk stóð sig með sóma að venju og lét kuldalegt veður í morgunsárið ekki hafa of mikil áhrif á sig, enda batnaði veðrið um hádegið og var komin blíða um kvöldið.

Eftir því sem næst er komist voru úrslit sem hér segir:

Arnar Geir Hjartarson varð í þriðja sæti í aldursflokki 14-16 ára og Sigríður Eygló Unnarsdóttir varð sömuleiðis í þriðja sæti í sama aldursflokki stúlkna. Munaði aðeins einu höggi á 1-3 sæti í flokki stúlkanna.

Í flokki 11 ára og yngri drengja sigraði Elvar Ingi Hjartarsson með yfirburðum og sömuleiðis sigraði Matthildur Guðnadóttir með yfirburðum í flokki stúlkna.

Í byrjandaflokki drengja varð Hlynur Freyr Einarsson í öðru sæti og Pálmi Þórsson í þriðja sæti. Úrslit í þessum flokki eru þó ekki endanlega ljós.

Að auki fékk Aldís Ósk Unnarsdóttir verðlaun fyrir vippkeppni í flokki stúlkna 12-14 ára og Matthildur Guðnadóttir fékk líka verðlaun fyrir vipp í flokki 11 ára og yngri.

Alls mættu 13 keppendur frá GSS á mótið sem fór vel fram og var Golfklúbbi Ólafsfjarðar til sóma.

Myndir eru væntanlegar á myndasíðu á hverri stundu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband