Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Norðurlandsmótaröðin

Stoltir Norðurlandsmeistarar 

Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröðinni var haldið á Akureyri sunnudaginn 30.ágúst s.l.  í lok þess voru veitt verðlaun í heildarstigakeppni mótaraðarinnar.  Að þessari mótaröð standa Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Húsavíkur, Golfklúbburinn Hamar á Dalvík, Golfklúbbur Ólafsfjarðar og Golfklúbbur Sauðárkróks. Mót voru haldin á Dalvík, Sauðárkróki, Ólafsfirði og lokamótið á Akureyri.  Þátttakan í þessum mótum var mjög góð, í fyrsta mótinu voru 77 og í því síðasta 120.  Þessi mótaröð er klárlega komin til með að vera og það má segja að það hafi orðið golfsprengja á Norðurlandi nú í sumar. 

Ákveðið var að hafa stigakeppni í öllum mótum þar sem að 3 bestu mótin töldu hjá keppendum.

Golfklúbbur Sauðárkróks eignaðist 2 Norðurlandsmeistara þetta árið og komu þeir báðir í flokki 11 ára og yngri. Matthildur Kemp Guðnadóttir sigraði á þremur mótum af fjórum og varð því Norðurlandsmeistari með fullt hús stiga. Elvar Ingi Hjartarson sigraði á öllum mótunum fjórum í sama flokki og varð því líka Norðurlandsmeistari með fullt hús stiga.

Ingvi Þór Óskarsson varð síðan í öðru sæti í heildarstigakeppni í flokki 14 - 16 ára.  GSS átti einnig aðra keppendur á topp 10 listanum í öðrum flokkum.  Hægt er að sjá heildarniðurstöðu í stigakeppninni á nordurgolf.blog.is.

/hg


Greifamótið á Akureyri - síðasta mótið í mótaröðinni

Minna gengið okkar

Síðasta mótið í mótaröðinni okkar á Norðurlandi var haldið sunnudaginn 30.ágúst á Akureyri - Greifamótið.  Metþátttaka var eða í kringum 120 þátttakendur og bættust við nýjir keppendur frá golfklúbbnum á Grenivík sem að ekki hefur sent keppendur fyrr á mótaröðina.  Mótið tókst í alla staði mjög vel og var Jaðarsvöllur á Akureyri mjög glæsilegur í alla staði. Golfklúbbur Sauðárkróks sendi 18 keppendur til leiks og stóðu þau sig öll með sóma eins og við var að búast. Hægt er að sjá heildarniðurstöðu mótsins á www.golf.is en þau sem að unnu til verðlauna af okkar fólki voru:

Hlynur í 1. sæti í byrjendaflokki

Í byrjendaflokki sigraði Hlynur Freyr Einarsson, í flokki 11 ára stráka sigraði Elvar Ingi Hjartarson og Arnar Ólafsson varð í 3. sæti, eftir að hafa farið í bráðabana um 2. sætið.  Í flokki 11 ára stelpna varð Matthildur Kemp Guðnadóttir í 2. sæti eftir að hafa tapað í bráðabana um 1. sætið. 

Helga vann sinn flokk

 

 

Í flokki 14-16 ára stelpna sigraði Helga Pétursdóttir og í flokki 14-16 ára stráka varð Ingvi Þór Óskarsson í 2. sæti og Arnar Geir Hjartarson varð í 3.sæti.

 Að loknu mótinu var púttkeppni í öllum flokkum og þar sigrðu Helga Pétursdóttir og Arnar Geir Hjartarson í sínum aldursflokkum.

stóru strákarnir okkar, Ingvi í 2.sæti og Arnar í 3.

Fjölmargir foreldrar mættu á þetta mót eins og önnur mót í sumar og er mjög ánægjulegt hvað foreldrar eru duglegir að taka þátt í starfinu og styðja sín börn.

 

 

Myndir sem að teknar voru á mótinu er að finna á myndasíðunni en ef að einhver er með fleiri myndir þá endilega senda þær á hjortur@fjolnet.is

 /hg


Æfing á morgun föstudag 28.ágúst

Óli kemur á morgun föstudag og ætlar að vera með æfingu kl 16.

Við viljum hvetja alla til að mæta og sérstaklega þau sem að ætla að taka þátt í mótinu á Akureyri á sunnudaginn.   En þegar þetta er skrifað hafa 108 skráð sig til leiks, af því eru 16 þátttakendur frá GSS.

Skráningarfrestur er til hádegis á morgun föstudag á www.golf.is

 


Frestun á ferð til Skagstrandar

Í ljósi þess að veðurspá fyrir morgundaginn er vægast sagt mjög slæm, rigning og 10 m/sek vindur þá höfum við ákveðið að fresta fyrirhugaðri ferð til Skagastrandar á morgun mánudag 24.ágúst.

Ætlum að skoða málið um þar næstu helgi eða daga 5-6 september og látum vita um það þegar nær dregur.

Við viljum því beina því til ykkar að æfa nú vel í vikunni og mæta galvösk á lokamótið í Norðurlandsmótaröðinni okkar á Akureyri n.k. sunnudag 30.ágúst.  Mikilvægt er að þið skráið ykkur sem allra fyrst á www.golf.is eða sendið tölvupóst á petur@saudarkrokur.net eða hjortur@fjolnet.is. Nú skulum við fjölmenna á Akureyri.


Í dag voru það kleinur...

Vaskur hópur af ungun kylfingum þeyttist um Hlíðarhverfið og Túnahverfið í dag að selja kleinur sem að voru steiktar á tveimur stöðum í dag, í Raftahlíðinni og Eyrartúninu.  Óhætt er að segja að viðtökurnar voru vægast sagt mjög góðar og allt seldist upp.  Við þökkum öllum þeim sem að tóku þátt í þessari fjáröflun okkar fyrir sína vinnu sem er ómetanleg.  Þökkum líka þeim bæjarbúum sem að keyptu af krökkunum kleinurnar. Áfram GSS.

Þakkir

Unglinganefnd GSS vill þakka þeim fjölmörgu sem að komu með kökur og fleira góðgæti á kökubasarinn í dag sem að var í anddyri Skagfirðingabúðar. Basarinn tókst með miklum ágætum og runnu kræsingarnar hreinlega út. Þökkum ykkur öllum kærlega fyrir Smile

Lokamótið á mótaröðinni nálgast - skráning hafin

Nú styttist í síðasta mótið á mótaröðinni sem að verður haldið á Akureyri sunnudaginn 30.ágúst n.k.

Skráning er hafin á www.golf.is , en einnig er hægt að senda tölvupóst á petur@saudarkrokur.net eða hjortur@fjolnet.is .

Nú skella allir sér á Akureyri og spila á hinum glæsilega 18 holu golfvelli á Jaðri og safna sem flestum stigum.  Endum sumarið með stæl og fjölmennum á Akureyri á lokamótið.


Skagaströnd - hér komum við !

Við erum að hugsa um að fara með hópinn á Skagaströnd á mánudaginn 24.ágúst n.k. og spila þar 9 holur. Þetta er svona á byrjunarstigi en ef að veður verður hagstætt þá skellum við okkur.

Ætlum okkur að reyna að fara á einkabílum þannig að gott væri ef að einhverjir foreldrar kæmust með, ekki nauðsyn að allir foreldrar fari með, en að sjálfsögðu eru sem flestir velkomnir.

Þetta verður ákveðið endanlega á sunnudaginn en vinir okkar á Skagaströnd bjóða okkur öll velkomin og kannski spila einhverjir frá Skagaströnd með okkur líka. 

Minni síðan á að verðum með kökubasar í Skagfirðingabúð á föstudaginn kl. 15.30 til styrktar unglingastarfinu.

 


Bloggsíðan vinsæl

Bloggsíðan okkar nýtur greinilega mikilla vinsælda. Í sumar hafa að jafnaði 20-60 manns skoðað síðuna daglega, en flestar heimsóknir á einum degi í sumar voru um 240 talsins.

Sveitakeppni stráka 16 ára og yngri 14.-16.ágúst á Kiðjabergi

 

CIMG4568

Eins og undanfarin ár þá sendi Golfklúbbur Sauðárkróks vaska sveit í sveitakeppni GSÍ í flokki 16 ára og yngri.  Sveitina skipuðu þeir Ingvi Þór Óskarsson - reynsluboltinn í hópnum, Arnar Geir Hjartarson, Ingi Pétursson, Þröstur Kárason og Elvar Ingi Hjartarson.  Keppnin var að þessu sinni haldin á hinum geysiskemmtilega en erfiða velli hjá Golfklúbbi Kiðjabergs. Hópurinn mætti til leiks á fimmtudaginn og þar var tekin æfingahringur, þar sem að völlurinn var skoðaður og tekinn út í blíðskaparveðri og sumir flögguðu hvítum buxum í tilefni dagsins. Að því loknu var haldið heim í Syðra-Langholt þar sem að hópurinn gisti eins og í fyrra.  Að þessu sinni var hópurinn hins vegar öllu stærri og fengum við 2 bústaði til viðbótar við efri hæðina hjá Jóhannesi og Hrafnhildi.

Síðan rann föstudagurinn upp og alvaran byrjaði með rástíma kl.8.  Strákarnir náðu sér ekki alveg á strik, en spilaður var 18 holu höggleikur þar sem að 4 spiluðu en 3 bestu töldu. Niðurstaðan var þessi:

 Högg
Ingvi 86
Arnar94
Þröstur 100
Elvar103

Niðurstaðan eftir höggleikinn var 14 sæti af 16 sveitum og D riðill var því staðreynd. Það er hins vegar alveg ljóst að strákarnir áttu töluvert inni eins og þessar tölur sýna.

Svo rann laugardagurinn upp og fyrsti leikurinn var á móti GKJ-B ( Kjölur Mosfellsbæ )

Úrslitin urðu þessi:

Fjórmenningur: 
Ingi og ÞrösturTapaðist 7/5
Tvímenningur: 
Arnar Vann 7/5
IngviVann 5/4

blíðskaparveður þennann daginn

Ingi og Þröstur náðu sér ekki á strik en Arnar og Ingvi spiluðu hins vegar mjög vel og lönduðu glæsilegum sigrum mjög örugglega eins og tölurnar sýna, líklegast voru þetta bestu leikir þeirra þar sem að andstæðingarnir voru mjög sterkir.

Seinni leikur dagsins var hins vegar á móti GR- B ( Golfklúbbur Reykjavíkur )

Úrslitin urðu þessi:

Fjórmenningur: 
Elvar og IngiTapaðist 9/7
Tvímenningur: 
Arnar Tapaði 2/1
IngviVann 7/5

Elvar og Ingi voru að spila ágætlega á köflum en þeirra andstæðingar voru að spila sinn draumahring eins og þeir orðuðu það sjálfir og var ekkert við þá ráðið.  Arnar tapaði naumlega þar sem að hans andstæðingur setti niður fugl á 17. holu fyrir sigri en rétt áður hafðu Arnar rétt misst sitt pútt fyrir fugli á sömu holu.  Ingvi spilaði hins vegar flottan leik og sigraði örugglega.  Sveit GR-B var hins vegar mjög sterk þó að um B sveit væri að ræða.

Strákarnir spiluðu fínt golf þennan dag og með smá heppni í viðbót hefðum við getað landað sigri í þeim báðum. 

CIMG4551

Rigningin sem að við fengum hins vegar að kynnast þarna á laugardeginum var hins vegar eitthvað sem við hér á Króknum þekkjum ekki, hún stóð yfir í 4-5 klst samfellt - sannkallað úrfelli, enda var völlurinn orðinn ansi skrautlegur seinni partinn, tjarnir og lækir voru víða á vellinum og reglan um aðkomuvatn var besti vinur kylfingsins þessa klukkutímana.

Síðasti leikurinn í riðlinum var síðan á sunnudagsmorguninn og var spilað á móti GA ( Golfklúbbur Akureyrar ).

Þetta var hörkuviðureign enda þekkjast þessir strákar allir mjög vel eftir að hafa spilað saman á Norðurlandsmótaröðinni og Unglinglandsmótinu í sumar.  Úrslitin urðu á þessa leið:

Fjórmenningur: 
Elvar og ÞrösturTapaðist 7/5
Tvímenningur: 
Arnar Tapaði 1/0
IngviTapaði á 21. holu

CIMG4569

Elvar og Þröstur lentu snemma undir og náðu sér aldrei almennilega á strik í sínum leik og Tumi og Óskar sigruðu þá örugglega.  Arnar spilaði við Ævarr og var það hörkuviðureign þar sem að fáar holur féllu og þeir skiptust á að vinna á víxl. Púttin voru hins vegar ekki að detta hjá Arnari í þessum leik. Ævarr komst 1 holu yfir á 17.holu eftir að Arnar hafði jafnað við hann á 16.holu. Báðir spiluðu 18.holu á pari og þar með GA sigur.  Háspennuleikur umferðarinnar var hins vegar á milli Ingva og Björns Auðuns þar sem þeir skiptust á að vinna holur, hafa báðir oft spilað betur en hörku holukeppni engu að síður.  Þeir þurftu að leika 3 aukaholur til að ná niðurstöðu og þar hafði Björn Auðunn betur. 

Þessi úrslit þýddu það að við spiluðum um 15 sætið í keppninni, en ef að við hefðum náð einum sigri í einhverjum að leikjunum þá hefðum við spilað um 11 sætið í keppninni, en svona er golfið.  Ingvi fékk 15 mínútur í hvíld eftir þennan maraþonleik því að við tók leikurinn um 15. sætið á móti NK ( Nesklúbburinn í Reykjavík ).  Okkar menn voru ekki sáttir við þessa niðurstöðu og mættu því grimmir á móti NK og úrslitin urðu:

Fjórmenningur: 
Ingi og ÞrösturVannst 3/2
Tvímenningur: 
Arnar Vann 6/5
IngviVann 9/8

CIMG4565

Ingi og Þröstur sýndu fádæma keppnishörku eftir að hafa tapað fyrstu fjórum holunum og komu sterkir til baka eftir það en voru 2 undir eftir 9 holur. Þeir settu síðan allt á fullt og unnu næstu þrjár holur og eftir það var ekki litið til baka og kláruðu þetta af miklu öryggi.  Þetta var klárlega besti leikur okkur í fjórmenningnum.  Arnar og Ingvi voru líka í miklum ham og mjög grimmir eftir tapið um morguninn og ekkert grín að lenda í þeim í svona ham eins og úrslitin sýna. 

Þessi síðasti leikur var mjög góður hjá okkar mönnum og sýndu það og sönnuðu að á góðum degi geta þeir svo sannarlega bitið frá sér. NK strákarnir ásamt fylgdarliði sýndu af sér góðan þokka og voru kurteisir og til fyrirmyndar í alla staði og ber að hrósa þeim sérstaklega fyrir það, en þessi lið spiluðu einnig saman í höggleiknum á föstudagsmorgninum. 

Sveitin endaði því í 15 sæti en við eigum nú töluvert inni og spilararnir ungir. Þetta var hins vegar síðasta sveitakeppnin hans Ingva í þessum aldursflokki og verður erfitt að fylla hans skarð, en nú er lag fyrir aðra að stíga upp og koma sterkir til leiks næsta sumar.

Óli og strákarnir

Lærdómurinn af þessu er sá að strákarnir verða að spila svona fyrirkomulag meira og það er hreinlega spurning hvort að ekki eigi að koma á fót svona sveitakeppni hér Norðanlands til að strákarnir þjálfist enn frekar í þessu leikformi. Strákarnir stóðu sig hins vegar mjög vel og voru GSS til sóma bæði innan vallar sem utan.  Þetta voru mjög skemmtilegir dagar sem að áttum þarna saman en það var töluverð þreyta í mannskapnum og leiðin á Krókinn var frekar löng á sunndagskvöldið :)Fjölmargir foreldrar fóru með í þessa ferð og ber að þakka þeim sérstaklega fyrir sinn hlut þessa helgina, bæði með akstri og eldamennsku, en allar sveitirnar gistu saman í Syðra - Langholti eins og áður segir.  Jóhannes og Hrafnhildur buðu okkar síðan í kaffi með tilheyrandi meðlæti áður en að við yfirgáfum þau á sunnudagskvöldið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það og alla aðstoðina meðan á þessu stóð. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband