Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Sveitakeppni stráka 18 ára og yngri

Sameiginleg sveit GSS/GHD og GA náðu þeim frábæra árangri að verða í öðru sæti í sveitakeppni pilta 18. ára og yngri sem fram fór á Flúðum um helgina. Sveitina skipuðu Örvar Samúelsson GA Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD og þeir Oddur Valsson og Brynjar Örn Guðmundsson GSS. Ljóst var að þessi sveit var geysisterk og myndi berjast um efstu sætin í mótinu. Eftir nokkuð brösótt gengi í höggleiknum á föstudegi þar sem okkar strákar voru reyndar aðeins þrír þar sem Brynjar var á leið frá Barcelona, en eftir hann var liðið í 3 sæti, tóku strákarnir málin í sínar hendur og komust alla leið í úrslitaleikinn gegn Golfklúbbi Reykjavíkur. Strákarnir sigruðu í 1. og 2. leiknum 3-0 en í þriðju umferð unnu þeir 2-1. Í lokaleiknum um sigurinn sigraði Örvar Samúelsson í sínum leik en hinir töpuðu. Niðurstaðan varð því 1-2 tap. Engu að síður frábær árangur hjá strákunum, sem voru einbettir og spiluðu vel í holukeppninni.

Sveitakeppni stúlkna 2009

  Það var stór hópur keppenda og aðstandenda sem lögðu leið sína suður yfir heiðar að keppa í Íslandsmóti í golfi. Alls voru ríflega 20 manns í hópnum. Þar af voru sex keppendur í sveitakeppni stúlkna.

 Skvísurnar í rauðu

 Flottasta sveitin í rauðu með Óla þjálfara

Markmiðið með að senda stelpnasveit var fyrst og fremst að með því fengju stelpurnar nauðsynlega reynslu og þær finndu að þær gætu keppt við þær bestu. Fyrirkomulagi keppninnar var breytt skömmu fyrir mót og sveitakeppni 16 ára og yngri í raun felld niður en yngri sveitirnar færðar upp í keppni 18 ára og yngri. Þetta þýddi að gríðarsterkar sveitir voru í hópnum og ljóst að sumir leikirnir yrðu mjög erfiðir. Keppnin var einnig færð frá Kiðjabergi að Flúðum, sem var örugglega mjög gott mál, því Kiðjabergið er langt frá því að vera auðvelt viðureignar.

Eftir æfingarhring á fimmtudegi hófst keppnin á föstudegi með höggleik þar sem Helga Pétursdóttir, Sigríður Eygló Unnarsdóttir, Elísabet Ásmundsdóttir og Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir kepptu. Helga átti mjög góðan hring, spilaði á 94 höggum. Fyrri níu holurnar spilaði Helga á 43 höggum sem er frábært, en hinar náðu sér ekki nægilega á strik. Elísabet spilaði á þó þokkalegan hring með 106 högg. Sigríður Eygló fékk tvær risasprengjur á hringnum og spilaði á 112 höggum, langt frá sínu besta og Hekla Kolbrún á 116 höggum og gat líka gert miklu betur. Niðurstaðan var því sú að GSS stelpurnar urðu neðstar í höggleiknum, en þrjú bestu skorin giltu.

Stelpurnar okkarÁ föstudeginum hófst hin eiginlega keppni með leik við þá sveit, sem náði bestum árangri í höggleiknum A-sveit GR. GR stúlkurnar voru með gríðarsterkt lið, 17 og 18 ára gamlar stúlkur og með 1-5 í forgjöf, þannig að það var sigur hjá okkur að ná að jafna einhverjar holur og við vonuðumst til að vinna einhverjar.Helga Pétursdóttir lék við Sunnu Víðisdóttur. Sigríður Eygló keppti við Ólavíu Þórunni Kristinsdóttur og Elísabet og Aldís við Írisi Kötlu Guðmundsdóttur og Guðrúnu Pétursdóttur í fjórmenning. Stelpurnar léku miklu betur en fyrsta daginn. Aldís og Elísabet töpuðu 8/6. Sigríður 8/6 og  Helga 7/6. Allar náðu þær að vinna holu og jafna nokkrar, þótt sigur GR stúlkna hafi að sjálfsögðu verið afar öruggur. GR stelpurnar voru sérstaklega skemmtilegar og kurteisar í keppninni og gaman fyrir GSS stelpur að hafa keppt við þær. Þetta lið varð öruggur Íslandsmeistari.

Í annari umferð voru andstæðingarnir viðráðanlegri GK- B-sveit, en þó miklu sterkari en okkar stelpur. Nú kepptu Helga og Sigríður í tvímenningi og Hekla og Matthildur í fjórmenningi. Helga mætti mjög stekum andstæðingi en stóð sig eins og hetja samt. Spilaði geysivel en tapaði engu að síður 6/5 gegn Sögu Ísfold Arnarsdóttur. Hekla og Matthildur töpuðu 7/6 gegn sterkum andstæðingum einnig en best stóð sig Sigríður Eygó sem keppti við Hildi Rún Guðjónsdóttur. Hildur var á pappírunum sterkari en Sigríður og hörku barátta var í leiknum. Á 9 holu (þeirri 18. þar sem þær byrjuðu á 10 braut) var allt jafnt og hafði Hildur náð að jafna eftir að vera undir mestallan tímann. Hildur sló á undan. Hildur sló gott teighögg, dálítið yfir flöt um 15 metra frá holu, en Sigríður gerði gott betur, sló frábært högg sem lenti um meter frá holu. En það ótrúlega gerðist Hildur sullaði niður 15 metra pútti á ótrúlegan hátt og Sigríður jafnaði örugglega og því jafnt eftir 18 holur með tveimur fuglum á síðustu. Þær urðu því að fara í bráðabana og á fyrstu holu fékk Sigríður skolla en Hildur skramba og vann Sigríður því leikinn. Frábær sigur og góð spilamennska en Sigríður spilaði fyrri 9 holurnar á 49 höggum en þær seinni á 44.

Matta og Aldís flottarÍ þriðju umferð voru andstæðingarnir lið GKG, einnig sterkt lið með miklu lægri forgjöf en okkar stelpur. Enn kepptu Helga og Sigríður í tvímenningi og töpuðu báðar en spiluðu mun betur en við gerðum ráð fyrir, en þegar andstæðingurinn fær par eða eitthvað þaðan af betra er erfitt að eiga við þetta. Sigríður og Helga spiluðu líklega sitt besta golf, en það dugði ekki í þetta skipti. Það voru Matthildur og Elísabet sem börðust af mikilli hörku og einbeitingu en töpuðu naumlega á 18. holu eftir að hafa náð að jafna á þeirri 17. Þennan leik hefðu þær stöllur vel getað unnið en árangurinn samt frábær, ekki síst hjá Matthildi sem var yngsti keppandinn á mótinu og stóð sig með miklum sóma, auk þess að vera einstaklega góður liðsmaður, eiginlega maður mótsins.

Niðurstaðan eftir riðlakeppnina var því sá að sveit GSS var í neðsta sæti, hafði tapað öllum leikjunum en tveimur með minnsta mun. Árangurinn var langt umfram það sem við höfðum ætlað í upphafi. Í síðustu umferð var leikið um sæti og mætti GSS C sveit Keilis og átti þar að vera meira jafnræði með liðunum en áður, þótt andstæðingarnir væru sterkari. Helga og Sigríður töpuðu þó sínum leikjum. Helga 5/4 og Sigríður 6/5.  Hekla og Aldís kepptu hins vegar í fjórmenningi og háðu harða baráttu, þreyttar og slæptar en gáfu ekkert eftir og tryggðu sér sigur á 18. holu (þeirri 9 á vellinum), með því að fá öruggt par á brautina. Þær Aldís og Hekla fengu 4 pör á hringnum og spiluðu frábærlega.

Þá er að hittaNiðurstaðan varð því neðsta sætið en bæði foreldrar og stelpurnar sjálfar voru stoltar af árangrinum engu að síður. Þær sáu að þær gátu keppt á jafnræðisgrundvelli við jafnaldra sína og með góðum æfingum geta þær náð mjög langt á næstu árum, enda líklega næstyngsta liðið í mótinu, aðeins lið Dalvíkinga var yngra (lenti í 6. sæti, sem er frábær árangur). Liðið vakti líka mikla athygli og fengum við mikið hrós frá forsvarsmönnum GSÍ og öðrum klúbbum. 

Eftir er að geta þess að liðið allt gisti á Syðra-Langholti og voru í góðu yfirlæti, þótt þröngt hafi verið fyrir svo stóran hóp. Svona mót er gríðarlega erfitt. Stelpurnar þurftu að vakna klukkan 5:30 og 6:00 og voru búnar að vera þegar komið var heim um 8 leitið eftir að hafa labbað á annan tug kílómetra. En allir voru glaðir og þreyttir að móti loknu og stefnan er sett á þáttttöku að ári.  

Finna má fjölda mynda úr keppninni í myndaskrám


Sveitakeppni - keppendur

Hér kemur listi yfir þá keppendur sem að fara fyrir hönd klúbbsins í sveitakeppnirnar.

Stelpur 16 ára og yngri sem að keppa á Flúðum

 
  
Sigríður Eygló Unnarsdóttir 
Aldís Ósk Unnarsdóttir 
Helga Pétursdóttir 
Elísabet Ásmundsdóttir 
Hekla Sæmundsdóttir 
Matthildur Kemp Guðnadóttir 
  
Samtals verða 8 sveitir í þessum flokki 
  
Strákar 18 ára og yngri sem að keppa á Flúðum 
  
Brynjar Örn Guðmundsson 
Oddur Valsson 
Sigurður Ingvi Rögnvaldsson (GHD) 

Örvar Samúelsson (GA)

 Samtals verða 7 sveitir í þessum flokki

 
  
 

Strákar 16 ára og yngri sem að keppa á Kiðjabergi

 
Arnar Geir Hjartarson
Elvar Ingi Hjartarson
Ingi Pétursson
Ingvi Þór Óskarsson

Þröstur Kárason

Samtals verða 16 sveitir í þessum flokki

Sveitakeppni - breyting og rástímar

Golfsambandið hafði samband í dag og ræddi um breytt fyrirkomulag hjá stelpnasveitunum. Búið er að sameina flokkana og stelpurnar spila því allar á Flúðum.  Þær spila því höggleik á föstudaginn, en sökum lítillar þátttöku þá stóð til að svo yrði ekki, heldur myndu bara spila á milli liða á laugardag og sunnudag. Þetta þýðir bara fleiri hringir og meira fjör.

Stelpusveitirnar verða því:

GR 1 og 2

GK 1,2 og 3

GKG

GSS

GHD

Eftir því sem best er vitað þá verða 15 sveitir í 16 ára og yngri flokki drengja og 7 sveitir í 18 ára og yngri flokki pilta.

Rástímar fyrir æfingahringinn á fimmtudaginn eru klárir en þeir eru:

Kiðjaberg - Kl. 14.40 & 14.50 ( 16 ára og yngri drengir )

Flúðir - Kl. 14.50, 15.00 & 15.10 ( 18 ára og yngri piltar og 16 ára og yngri stelpur

Liðstjórafundir eru síðan kl.20.00 á fimmtudagskvöldið í báðum golfskálunum.

 

 

 


Sveitakeppni unglinga

GSS sendir nú tvær sveitir í sveitakeppni GSÍ 16 ára og yngri. Í fyrsta sinn verður nú send stelpusveit, en strákasveitir hafa verið sendar frá klúbbnum um árabil og hafa þær tvívegis orðið Íslandsmeistarar. Einnig verður send sameiginleg sveit GSS/GHD/GA í sveitakeppni 18 ára og yngri. Yngri kylfingarnir spila á Kiðjabergi en þeir eldri á Flúðum. Gist verður á Syðra-Langholti, skammt frá Flúðum. Í meðfylgjandi skrá er matseðill fyrir keppnislið og aðstandendur þeirra en að líkindum verða um 30 manns sem leggja land undir fót þessa helgi.

 

 

  

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Norðurlandsmótaröðin 2009 - tölfræði

Eftir þrjú mót er fróðlegt að sjá fjölda þátttakenda sem að hafa tekið þátt hingað til.
Rósa Jónsdótir á Ólafsfirði tók þessa tölfræði saman.
21.6.20095.7.20095.8.2009
Dalvík - GHDSauðárkrókur - GSSÓlafsfjörður - GÓ
Drengir 14-16 ára7107
Stúlkur 14 - 16 ára345
Drengir 12 -13 ára263131
Stúlkur 12 13 ára678
Drengir 11 ára og yngri91210
Stúlkur 11 ára og yngri456
Drengir - byrjendaflokkur101218
Stúlkur - byrjendaflokkur2512
Samtals:678697

Flokkum og skilum !

Yngri golfarar ásamt barna- og unglingaráði ætla á n.k. mánudag kl.16 að flokka og telja flöskur og dósir. Rennur andvirðið í starfsemina! Við erum að kaupa peysur á krakkana ofl. framundan.    Þeir aðilar sem sjá sér fært að styðja við bakið á okkur eru velkomnir með tómar gosflöskur og dósir til okkar á æfingasvæðið á mánudaginn.

Endilega látið berast sem víðast.
Með fyrirfram þökk,
Barna- og unglingaráð GSS

Barna- og unglingamót á Ólafsfirði

Keppendur frá GSS mættu í roki og rigningu til Ólafsfjarðar kl 8 um morgun að keppa í unglingamótaröð Norðurlands fyrir yngri kylfinga. Okkar fólk stóð sig með sóma að venju og lét kuldalegt veður í morgunsárið ekki hafa of mikil áhrif á sig, enda batnaði veðrið um hádegið og var komin blíða um kvöldið.

Eftir því sem næst er komist voru úrslit sem hér segir:

Arnar Geir Hjartarson varð í þriðja sæti í aldursflokki 14-16 ára og Sigríður Eygló Unnarsdóttir varð sömuleiðis í þriðja sæti í sama aldursflokki stúlkna. Munaði aðeins einu höggi á 1-3 sæti í flokki stúlkanna.

Í flokki 11 ára og yngri drengja sigraði Elvar Ingi Hjartarsson með yfirburðum og sömuleiðis sigraði Matthildur Guðnadóttir með yfirburðum í flokki stúlkna.

Í byrjandaflokki drengja varð Hlynur Freyr Einarsson í öðru sæti og Pálmi Þórsson í þriðja sæti. Úrslit í þessum flokki eru þó ekki endanlega ljós.

Að auki fékk Aldís Ósk Unnarsdóttir verðlaun fyrir vippkeppni í flokki stúlkna 12-14 ára og Matthildur Guðnadóttir fékk líka verðlaun fyrir vipp í flokki 11 ára og yngri.

Alls mættu 13 keppendur frá GSS á mótið sem fór vel fram og var Golfklúbbi Ólafsfjarðar til sóma.

Myndir eru væntanlegar á myndasíðu á hverri stundu.

 


Engir þjálfarar á vellinum í dag eða á morgun

Vegna sveitakeppni fullorðinna sem að hefst á morgun verða hvorki Óli eða Oddur á vellinum í dag, fimmtudag, Oddur verður ekki heldur á morgun föstudag.

Sveit GSS er að keppa í 3. deild á Húsavík


Golfkeppni á Unglingalandsmótinu er lokið

Keppni í golfi á Unglingalandsmótinu  sem að haldin var á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki lauk laugardaginn 1.ágúst.Allir verðlaunahafar í 11-13 ára flokkiAllir verðlaunahafar í 14-15 & 16-18 ára flokkum

Keppt var á föstudaginn í flokki 11 – 13 ára og voru spilaðar 18 holur.  Í flokkum 14 – 15 ára og 16 – 18 ára var keppt bæði á föstudag og laugardag og léku þessir flokkar 36 holur.

72 þátttakendur voru skráðir til leiks en 58 mættu til leiks í öllum flokkum og voru keppendurnir víðs vegar að af landinu.  Keppnin var mjög jöfn og spennandi í öllum flokkum. 

Unglinganefnd Golfklúbbs Sauðárkróks vill þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem að aðstoðuðu við framkvæmd mótsins, sem tókst í alla staði mjög vel.

 

Úrslit urðu sem að hér segir:

 

11 - 13 ára strákar

1.       Ævarr Freyr Birgisson                    GA         93 högg

2.       Elvar Ingi Hjartarson                     GSS        95 högg

3.       Tumi Hrafn Kúld                            GA         96 högg

 

11 – 13 ára stúlkur

 

1.       Ásdís Dögg Guðmundsdóttir        GHD      96 högg

2.       Þórdís Rögnvaldsdóttir                 GHD      98 högg

3.       Birta Dís Jónsdóttir                       GHD      110 högg

 

14 – 15 ára strákar

 

1.       Arnar Geir Hjartarson                   GSS        165 högg

2.       Björn Auðunn Gylfason                 GA         176 högg

3.       Böðvar Páll Ásgeirsson                 GKJ        192 högg

 

14 – 15 ára stúlkur

 

1.       Jónína Björg Guðmundsdóttir     GHD       206 högg

2.       Sigríður Eygló Unnarsdóttir         GSS        210 högg            

3.       Helga Pétursdóttir                       GSS        215 högg

 

16 – 18 ára strákar

 

1.       Yngvi Sigurjónsson                         GKG      169 högg

2.       Ingvi Þór Óskarsson                       GSS        172 högg

3.       Elías Jónsson                                  GBO      183 högg

 

16 – 18 ára stelpur

 

1.       Vaka Arnþórsdóttir                        GHD      217 högg

 

Heildarúrslit er hægt að finna á www.golf.is , einnig er hægt að finna fjölda mynda á heimasíðu unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks gss.blog.is


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband