Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Íþróttamaður Skagafjarðar 2008 valinn

Ingvi Þór,Sigríður Eygló og Arnar Geir

Íþróttamaður Skagafjarðar var valinn í gær 29.desember við hátíðlega athöfn í sal Frímúrara á Sauðárkróki.  Það var UMSS ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði sem að stóð að kjörinu.  Þá voru einnig ungu og efnilegu íþróttafólki veittar viðurkenningar.

Golfklúbburinn átti þrjá fulltrúa við athöfnina.  Ingvi Þór Óskarsson var tilnefndur sem íþróttamaður Skagafjarðar og síðan fengu þau Sigríður Eygló Unnarsdóttir og Arnar Geir Hjartarson viðurkenningar sem efnilegir íþróttamenn.

Það var hins vegar Bjarki Árnason knattspyrnumaður úr Tindastóli sem að var valinn íþróttamaður Skagafjarðar fyrir árið 2008.

Golfklúbburinn óskar öllum þeim íþróttamönnum sem að fengu viðurkenningar til hamingju með árangurinn.


Gleðilega hátíð

Stjórn unglingaráðs Golfklúbbs Sauðárkróks sendir ykkur öllum bestu jólakveðjur með ósk um að þið eigið öll gott golfár. Hittumst öll í góðri sveiflu á komandi ári.


Staffan Johannsson fyrrverandi landsliðssjálfari gefur Hlíðarendavelli hæstu einkunn

Í ítarlegu viðtali við Staffan Johannsson fyrrverandi landsliðsþjálfara í golfi í blaðinu Golf á Íslandi kemur fram að golfvöllurinn á Sauðárkróki hafi komið honum verulega á óvart, þegar hann spilaði þar ásamt félögum sínum síðastliðið sumar. Staffan sagði að völlurinn væri frábær og þar gæti hann hugsað sér að spila marga hringi.

Muggur vallarstjóri og hans menn geta verið stoltir af þessum orðum Staffans, sem eru svosem bara staðfesting á því sem við vissum fyrir.Líf og fjör í góðu veðri


Bíókvöld í golfskálanum

 

Flestir af þeim krökkum sem æfðu golf síðastliðið sumar mættu í bíó í golfskálanum að fylgjast með Anítu Briem og félögum koma sér að miðju jarðar og út aftur. Voru flestir á því að þetta hafi bara tekist vel hjá þeim. Stefnt er að því að hafa annað bíókvöld í byrjun næsta ár

PICT0001 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband