Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Unglingastarfið er komið með Facebook síðu

Unglingastarf Golfklúbbs Sauðárkróks er komið með Facebook síðu, endilega sláist í hópinn. Spennandi sumar framundan, Norðurlandsmótaröðin og golfskólinn byrjar síðan 8.júní

Látið alla vita sem að hafa áhuga á golfi


Engin golfæfing á Hvítasunnudag

Það verður engin golfæfing á Hvítasunnudag... en völlurinn er galopinn fyrir æfingar.

Golfupplýsingar fyrir sumarið 2009

Unglinganefnd hefur nú eins og síðasta sumar útbúið upplýsingar fyrir kylfinga. Þarna er að finna dagatal fyrir sumarið yfir mót og viðburði, fyrirkomulag kennslunnar,hlutverk þjálfara og unglinganefndar auk almennra umgengnis og hegðunarregla á golfvellinum.

Þá eru upplýsingar um fyrirkomulag Norðurlandsmótaraðarinnar í sumar.

Við viljum hvetja alla til að kynna sér þær mjög vel.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Golfæfing á sunnudaginn og klifur á eftir...

Golfæfing verður á sunnudaginn 24.maí kl.15.00 á æfingasvæðinu. Við hvetjum alla til að mæta og nýta sér góða veðrið.  Svo minnum við á að það er líka búið að opna völlinn og upplagt að fara að rölta nokkrar holur þessa dagana.

Svo eftir æfingu eða kl.17 þá ætlum við að fara í klifur með Slysavarnarfélaginu. Það fer eftir veðri hvernig því verður háttað, en mikilvægt er bara að klæða sig eftir veðri, og það vita engir betur en golfarar. Mæting er við Slysavarnarfélagshúsið Sveinsbúð kl. 17.  Sjáumst öll hress í góðu skapi.

 


Golfskólinn - skráning

Við viljum minna á að golfskólinn byrjar 8.júní n.k. og er skráning hafin hjá Pétri Friðjónssyni petur@saudarkrokur.net.

Sjá meðfylgjandi viðhengi 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

17.maí

Það verður engin formleg æfing í dag. Við viljum hins vegar hvetja alla til þess að skella sér á æfingasvæðið í dag eða rölta nokkrar holur á vellinum í dag. Völlurinn er óðum að koma til þó að það sé bleyta á nokkrum stöðum á honum. Búið er að slá brautir þar sem að það er hægt og flatirnar koma frábærlega undan vetri ! Bara að muna að ganga vel um völlinn og laga eftir sig kylfuför og setja torfusnepla aftur á sinn stað. Góða skemmtun.

Æfing fellur niður í dag vegna snjóalaga!

Vorið frestaðist um nokkra daga og vegna snjóa á æfingasvæðinu fellur golfæfingin niður í dag.

Æfing 3.maí

Það er vor í lofti og æfingasvæðið allt að koma til, þannig að það verður klárlega æfing þar á sunnudaginn 3.maí n.k. kl. 15.00 að staðartíma !

Óli þjálfari mætir og vill líka minna á að hann er með einkatíma eftir golfæfingu ef að einhverjir hafa áhuga, líka fullorðnir. Nú er rétti tíminn að fínpússa sveifluna fyrir sumarið. Síminn hjá Óla er 6599815.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband