Golf á unglingalandsmóti

Arnar Geir og Sigríður EyglóKeppt var í golfi á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.  7 þátttakendur fóru frá Golfklúbbi Sauðárkróks og kepptu undir merkjum Ungmennasambands Skagafjarðar - UMSS.  64 voru skráðir til leiks í þremur flokkum 11-13 ára, 14-15 ára og 16-18 ára í stráka og stelpnaflokkum.  Keppendur frá okkur stóðu sig með miklum sóma að venju og urðu í eftirtöldum sætum.

Í flokki 14-15 ára sigraði Arnar Geir Hjartarson, Sigríður Eygló Unnarsdóttir varð í 3.sæti eftir að hafa hafa spilað bráðabana um 2.sætið og Þröstur Kárason varð í 4.sæti. 

Í flokki 11-13 ára varð Elvar Ingi Hjartarson í 5.sæti, Jónas Már Kristjánsson varð í 6.sæti, Hlynur Freyr Einarsson varð í 9.sæti og Jóhannes Friðrik Ingimundarson varð í 16. sæti.

Ekki voru keppendur frá okkur í flokki 16-18 ára.

Keppt var á glæsilegum velli Golfklúbbs Borgarness að Hamri og var frábært veður sem að keppendur fengu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband