Uppskeruhátíðin

Golfklúbbur Sauðárkróks heldur uppskeruhátíð vegna unglingastarfsins sunnudaginn 5.september n.k.Við ætlum að hittast kl.10 um morguninn við golfskálann og fara þaðan á Blönduós og spila nokkrar holur. Eldri spila 9 holur en þau yngri a.m.k. 5 holur.  Að því loknu ætlum við að skella okkur í sund á Blönduósi.  Þegar því er lokið þá höldum við heim í golfskálann á Hlíðarenda og gæðum okkur á pizzum og veitum viðurkenningar fyrir sumarið.Við ætlum að fara á einkabílum þannig að það er tilvalið fyrir foreldra að skella sér mér og spila jafnvel líka á Blönduósi. Við getum raðað í bíla um morguninn ef að því er að skipta. Ef að einhvern langar að fara með en hefur ekki far þá vinsamlega hafið samband við mig. Frítt er að spla á vellinum á Blönduósi og golfklúbburinn ætlar að borga fyrir krakkana í sundið á Blönduósi.Það væri hins vegar gott að hafa með sér nesti/ávexti til að borða eftir golfhringinn á Blönduósi áður en við förum síðan sund. Golfklúbburinn býður síðan öllum til pizzuveislunnar á eftir.Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. 

Gott væri að fá svar um þátttöku og hverjir komast með á bílum svo við getum gert okkur grein fyrir fjöldanum - netfang hjortur@fjolnet.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband