Opna Intersportmótið á Dalvík

Opna Intersportmótið var haldið á Dalvík fimmtudaginn 7. ágúst s.l. í þurru og fremur köldu veðri. Krakkarnir okkar stóðu sig með mikilli prýði og miklu betur en gera mátti ráð fyrir, enda flestir að spila völlinn í fyrsta skipti. Alls kepptu 15 krakkar úr GSS í mótinu og voru öll til fyrirmyndar. Þökkum við Dalvíkingum fyrir góðar móttökur og skemmtilegt mót.

  Allir á teig

Í flokki 10-11 ára drengja kepptu 6 strákar úr GSS. Jafnir í 1-2 sæti urðu Arnar Ólafsson og Elvar Ingi Hjartarson en þeir spiluðu á 3 höggum yfir pari vallarins. Jóhannes Friðrik Ingimundarsson varð þriðji á 8 höggum yfir pari vallarins. Voru því keppendur úr GSS í þremur efstu sætum í þessum flokki, en 19 strákar tóku þátt í keppninni. Stúlknaflokkinn í sama aldurhópi sigraði Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir GSS með yfirburðum, spilaði á 7 höggum yfir pari vallarins. Í öðru sæti varð Matthildur Guðnadóttir en alls tóku 6 stelpur þátt í þessum flokki. Krakkarnir kepptu allir á barnateigum, sem voru staðsettir inn á brautum og fannst sumum keppendum okkar völlurinn vera full auðveldur, enda vanir að spila af rauðum teigum heima á Hlíðarenda.

 

Í flokki 12-13 ára stráka var aðeins einn keppandi frá GSS, Arnar Geir Hjartarsson og sigraði hann með yfirburðum í flokknum, spilaði á 87 höggum af rauðum teigum. Spilaði hann á 19 höggum færri en næsti maður, en alls voru 15 keppendur í flokknum. Tvær stelpur úr GSS, Elísabet Ásmundsdóttir og Sigríður Eygló Unnarsdóttir kepptu í kvennaflokknum og stóðu sig vel. Varð Elísabet í fjórða sæti af átta keppendum, en fékk fyrstu verðlaun í flokki með forgjöf. Grétar

 

Í flokki 14-15 ára stráka kepptu 3 strákar frá GSS og stóðu sig vel, þótt þeir ynnu ekki til verðlauna og Helga Pétursdóttir keppti í kvennaflokknum og varð í öðru sæti, en keppendur voru reyndar aðeins tveir í þeim flokki.

 

Rætt hefur verið um að stofna til mótaraðar á Norðurlandi, þar sem klúbbarnir tæku sig saman um að halda mót. Hluti af þeirri mótaröð yrðu mótin á Sauðárkróki, Dalvík og Akureyri og einnig hugsanlega á Húsavík. Næsta sumar gæti því orðið spennandi fyrir krakka í golfi á Norðurlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband