Sveitakeppni 16 ára og yngri drengja á Flúðum - Dagur 3

Ennþá heldur fjörið áfram. Í morgun léku okkar menn við GL-B og unnu sigur í tveimur leikjum en einn tapaðist. Þorbergur vann sinn leik 4/3, Arnar Geir vann sinn leik 2/1 og í fjórmenningnum töpuðu Jónas og Ingi 5/4.  Þessi niðurstaða hjá okkur í morgun verður til þess að við spilum um 13.sætið við Akureyringa ( GA ). Leikirnir hefjast kl.13.24.

Kveðjur frá Flúðum                                                                         

Kl.12.50 / Hjörtur

 Þá er leiknum við Akureyringa lokið. Þetta var æsispennandi viðureign og miklar sveiflur.  Fjórmenningurinn vannst 4/3 og þeir Jónas og Þröstur fóru á kostum.  Arnar Geir tapaði sínum tvímenningsleik 5/4 í hörkuleik. Þetta réðist því allt í lokaleiknum þar sem að Tobbi spilaði.  Þessu leikur endaði í bráðana eftir að Tobbi hafði snemma lent tveimur holum undir á seinni hring en náð að jafna. En að lokum fór það þannig að Tobbi tapaði á 19 holu í stórskemmtilegum leik.

Niðurstaðan var því að við enduðum í 14. sæti.  Í heildina fóru menn því bara nokkuð sáttir og þreyttir heim og skemmtilegir dagar eru að baki.  Það er því bara að spýta í lófana og gera enn betur að ári. Við erum með unga stráka sem að eiga mörg ár eftir í þessum flokki og voru í flestum tilfellum að spila við sér mun eldri andstæðinga og fleiri bíða við hornið og banka á dyrnar til að komast í sveitakeppnina.  Vonandi verðum við komnir með það breiðan hóp á næsta ári að við náum að senda tvær sveitir og jafnvel telpnasveit líka - hver veit Smile

Það var margt skemmtilegt við þessa daga. Strákarnir voru sínum klúbbi til sóma bæði á vellinum og utan hans. Framkoman til fyrirmyndar. Snyrtilega klæddir í nýjum peysunum og mikil gleði allt í kringum okkar.  Svo komu foreldrar og drógu fyrir sína stráka sem var mjög skemmtilegt því að það var um langan veg að fara. Svona stuðningur skiptir líka mjög miklu máli.

Gistingin á Syðra Langholti var líka algjör snilld og þar var mikið stuð !

Sauðárkróki 17.08.08 kl.23.00 / Hjörtur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband