Flottur árangur á Akureyri um helgina

 

Golfklúbbur Akureyrar stóð fyrir opnu barna- og unglingamóti á Jaðarsvelli í gær. Mótið var með svipuðu sniði og mótin á Sauðárkróki og Dalvík fyrr í sumar, en ríflega 60 krakkar tóku þátt. Níu keppendur fóru frá Sauðárkróki og stóðu sig með sóma að vanda.

Í flokki drengja 12-13 ára sigraði Arnar Geir Hjartarson eftir æsispennandi keppni. Þurfti þrefaldann bráðabana til að ákveða úrslit og spiluðu þeir 18 braut á Jaðarsvelli. Tvisvar fóru keppendurnir á pari, eða 3 höggum og sýndi Arnar fádæma öryggi með því að para brautina í þriðja skipti meðan andstæðingurinn fór á fjórum höggum. Þröstur Kárason þurfti einnig bráðabana til að ákveða hver hlyti þriðja sætið í sama flokki. Þröstur sigraði í annari tilraun og hefur reynsla þeirra af sveitakeppni unglinga líklega tryggt þeim þessi góðu úrslit, enda þarf sterkar taugar til að spila jafn vel með upp undir hundrað áhorfendur.

Hekla 1. án forgjafar og Aldís 1. með forgjöf

Í flokki stúlkna 12-13 ára varð Elísabet Ásmundsdóttir í þriðja sæti en Sigríður Eygló nokkru neðar. Í flokki drengja 10-11 ára varð Elvar Ingi Hjartarson í þriðja sæti án forgjafar og Arnar Ólafsson í þriðja sæti með forgjöf, en skammt undan varð Atli Freyr Rafnsson. Loks sigraði Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir með yfirburðum í flokki 10-11 ára stúlkna en Aldís Ósk Unnarsdóttir varð í öðru sæti. Hekla fékk bikar fyrir 1 sæti án forgjafar en Aldís fyrir 1 sæti með forgjöf og voru ansi sáttar við það.

 

,,Krakkarnir okkar,,Allir voru klúbbnum til sóma og veðrið lék við okkur á Akureyri, logn og ca 14 stiga hiti. Völlurinn var talsvert erfiðari en á Dalvík og erfitt að eiga við það þegar boltinn lenti utan brautar, enda sláttuvélarnar lítið verið notaðar á Akureyri síðustu daga. Við þökkum Akureyringum fyrir frábærar móttökur á glæsilegasta golfvelli Norðanlands. Þátttaka í þessum þremur barna- og unglingamótum sumarsins hefur verið mikils virði fyrir krakkana í GSS og ljóst er að framhald verður á næsta sumar. Svo er bara að halda sér í formi fyrir komandi sumar!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband